1
Innlent

Óskar eftir frekari rannsókn á dularfullu andláti systur sinnar

2
Innlent

Á að víkja Sigríði Björk úr embætti?

3
Menning

Spurning Guðrúnar „fyrir neðan virðingu“ Kolfinnu

4
Innlent

Lýsir erfiðri baráttu sinni við íslenska heilbrigðiskerfið

5
Fólk

Íslenskur þingmaður tvífari nýkjörins borgarstjóra New York

6
Innlent

Býst við miklu sjónarspili í kvöld

7
Menning

Flótti Bríetar

8
Heimur

„Við höfum skoðað upptökur úr öryggismyndavélum“

9
Innlent

Aka of oft með of háan farm

10
Heimur

Trump sagður hafa sofnað á vandræðalegu augnabliki

Til baka

„Enn er votlendi raskað en nú er mál að linni“

Fuglavernd kallar eftir að tafarlaust verði hætt öllum raski á íslensku votlendi og að brot á náttúruverndarlögum hafi raunverulegar afleiðingar.

Fuglavernd
Frá málþinginuNú er mál að linni
Mynd: YouTube-skjáskot

Fuglavernd stóð fyrir málþingi þann 31. október þar sem íslenskt votlendi var í brennidepli. Málþingið fór fram í Norræna húsinu og mættu um sextíu manns á staðinn, auk tæplega 160 sem fylgdust með í gegnum streymi.

Tíu sérfræðingar á ólíkum sviðum fluttu erindi um fugla, gróður, jarðveg, kolefnisbúskap, fiska og landnotkun. Þá flutti Rán Flygering hugvekju sem vakti mikla athygli, og Rannveig Magnúsdóttir stýrði fundinum af mikilli fagmennsku.

Menja von Schmalensee, formaður Fuglaverndar, setti fundinn og minnti á að stór hluti íslenskra fugla byggi afkomu sína á votlendi. Sagði hún það því eðlilegt að Fuglavernd beiti sér fyrir verndun þess og miðlun þekkingar um þessi mikilvægu vistkerfi.

Kallað eftir verndun og ábyrgð

Í ályktun sem fundargestir samþykktu í lok dags var skorað á stjórnvöld og almenning að bregðast við. Þar segir meðal annars að íslensk votlendi séu „sérstök og mikilvæg“ og verði að njóta betri verndar en nú sé raunin.

„Allt votlendi Íslands á að njóta verndar, óháð stærð. Enn er votlendi raskað, en nú er mál að linni,“ segir í ályktuninni.

Þá var hvatt til aukinnar endurheimtar votlendis, enda dugi núverandi verkefni ekki til. Fundargestir lögðu einnig áherslu á að brot á náttúruverndarlögum verði að hafa alvarlegar afleiðingar fyrir þá sem raska votlendi án leyfis.

Vilja sterkari lagavernd

Ályktunin kallar einnig eftir því að ábyrgðartegundir Íslands og tegundir í hættuflokkum fái lagalega stöðu sem tryggi betur vernd þeirra og búsvæða þeirra, þar á meðal votlenda.

Fundargestir hvöttu jafnframt opinberar stofnanir til aukins samstarfs og samráðs um náttúruverndarmál og beindu sérstakri hvatningu til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um að „standa með náttúrunni“.

Hægt er að horfa á upptöku af fundinum hér.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

„Hrafnarnir flúðu af hólmi en ég sá blóðbletti í snjónum“
Myndband
Landið

„Hrafnarnir flúðu af hólmi en ég sá blóðbletti í snjónum“

Frægasti krummi landsins lenti í klóm vængjaðra matarþjófa
Rússneskur læknanemi handtekinn rétt eftir saklausa Google-leit
Heimur

Rússneskur læknanemi handtekinn rétt eftir saklausa Google-leit

Trump sagður hafa sofnað á vandræðalegu augnabliki
Myndband
Heimur

Trump sagður hafa sofnað á vandræðalegu augnabliki

Nær allir vilja að Sigríður Björk víki
Innlent

Nær allir vilja að Sigríður Björk víki

Júlí Heiðar berst gegn einelti
Myndir
Innlent

Júlí Heiðar berst gegn einelti

Bruce spókaði sig í Kalíforníusólinni
Myndir
Heimur

Bruce spókaði sig í Kalíforníusólinni

Guðmundur myrti konu fyrir glæpagengi
Heimur

Guðmundur myrti konu fyrir glæpagengi

Skæruliðar í Súdan samþykkja mannúðarvopnahlé
Heimur

Skæruliðar í Súdan samþykkja mannúðarvopnahlé

Skora á aðra háskóla að styðja krabbameinsveika
Innlent

Skora á aðra háskóla að styðja krabbameinsveika

„Í björgunarsveitum þrífst alls kyns fólk og við erum öll velkomin“
Fólk

„Í björgunarsveitum þrífst alls kyns fólk og við erum öll velkomin“

Selja töfrandi hús með aukaíbúðum
Myndir
Fólk

Selja töfrandi hús með aukaíbúðum

Rannsókn á líkamsárás gengur vel
Innlent

Rannsókn á líkamsárás gengur vel

Innlent

„Enn er votlendi raskað en nú er mál að linni“
Innlent

„Enn er votlendi raskað en nú er mál að linni“

Fuglavernd kallar eftir að tafarlaust verði hætt öllum raski á íslensku votlendi og að brot á náttúruverndarlögum hafi raunverulegar afleiðingar.
Lýsir erfiðri baráttu sinni við íslenska heilbrigðiskerfið
Einkaviðtal
Innlent

Lýsir erfiðri baráttu sinni við íslenska heilbrigðiskerfið

Nær allir vilja að Sigríður Björk víki
Innlent

Nær allir vilja að Sigríður Björk víki

Júlí Heiðar berst gegn einelti
Myndir
Innlent

Júlí Heiðar berst gegn einelti

Skora á aðra háskóla að styðja krabbameinsveika
Innlent

Skora á aðra háskóla að styðja krabbameinsveika

Rannsókn á líkamsárás gengur vel
Innlent

Rannsókn á líkamsárás gengur vel

Loka auglýsingu