1
Innlent

„Erum hreinlega í skýjunum eftir þessar frábæru fréttir“

2
Peningar

Tólf tekjuhæstu á Vestfjörðum afhjúpaðir

3
Innlent

Reynslubolti tekur tímabundið við Kveik

4
Innlent

Bíl eins besta söngvara Íslands stolið

5
Peningar

Fyrsti veitingastaður Íslands með sólarhrings gervigreindarþjónustu

6
Peningar

Gunnar skrapar botninn hjá elítunni

7
Heimur

Alvarleg hópsýking á spænsku fjögurra stjörnu hóteli

8
Fólk

Hættir eftir tæpa þrjá mánuði í starfi

9
Landið

Gagnrýna myndbirtingu af systrunum í Reynisfjöru

10
Fólk

Sjálfstæðiskona selur ris

Til baka

Fjögurra ára drengur bitinn af hundum í Englandi

Fluttur á sjúkrahús með áverka í andliti og fæti.

Staffordshire Bull Terrier
Mynd: Svitlana Denysova/Shutterstock

Fjögurra ára gamall drengur var fluttur með hraði á sjúkrahús eftir að hafa orðið fyrir hundabiti á Norð-Vestur Englandi. Hann hlaut áverka á fæti og í andliti.

Lögreglan hefur beðið almenning um að láta í té upptökur úr öryggismyndavélum sem gætu hafa náð atvikinu, en tveir hundar voru teknir í varðhald í kjölfar árásarinnar. Í yfirlýsingu segir lögreglan:

„Við leitum upplýsinga og upptaka í kjölfar þess að barn hlaut hundabit. Um er að ræða fjögurra ára dreng sem var fluttur á sjúkrahús með áverka á fæti og andliti. Sem betur fer eru meiðslin ekki lífshættuleg. Tveir hundar hafa verið teknir í varðhald, annars vegar hundur af tegundinni Staffordshire Bull Terrier og hins vegar Pocket Bully. Eigandi hundanna hefur verið auðkenndur og mun verða yfirheyrður síðar.“

Lögreglan í Hyndburn reyndi að róa íbúa eftir árásina sem átti sér stað í bænum Oswaldtwistle í Lancaskíri síðdegis á mánudag.

„Við skiljum að þetta geti valdið áhyggjum, en við viljum fullvissa ykkur um að rannsókn stendur yfir og biðjum ykkur að aðstoða við hana,“ segir í yfirlýsingu lögreglunnar. „Við höfum sérstakan áhuga á upptökum úr öryggismyndavélum sem kunna að hafa fangað árásina.“

Atvikið á sér stað aðeins nokkrum vikum eftir að tveggja og þriggja ára börn slösuðust alvarlega eftir árás hunds inni á heimili í Liverpool. Atvikið átti sér stað á Johnson Avenue í Prescot þann 1. maí. Tvö smábörn og 18 ára kona voru bitin, og börnin flutt á sjúkrahús með alvarlega áverka á höndum og fótum.

Að minnsta kosti tveir sjúkrabílar og tveir lögreglubílar voru sendir á vettvang. Hundurinn sem réðst á börnin var fjarlægður af heimilinu.
Rannsóknarlögreglumaðurinn Phil Thompson sagði á þeim tíma:

„Þetta er skelfilegt atvik þar sem tvö smábörn hafa verið flutt á sjúkrahús með alvarlega áverka á höndum og fótleggjum. Ef einhver hefur upplýsingar sem gætu hjálpað rannsókn okkar, þá biðjum við viðkomandi að hafa tafarlaust samband.“

Bætti hann við: „Rannsóknin er enn á frumstigi. Hundurinn hefur verið tekinn í hald og unnið er að því að greina tegund hans og hver eigandi hans er.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Inga hækkar frítekjumörk húsnæðisbóta
Pólitík

Inga hækkar frítekjumörk húsnæðisbóta

„Örorkulífeyrisgreiðslur munu almennt hækka þegar nýja kerfið tekur gildi“
Gagnrýna myndbirtingu af systrunum í Reynisfjöru
Landið

Gagnrýna myndbirtingu af systrunum í Reynisfjöru

Hundruð þúsunda lífa í hættu eftir að Trump skar niður aðstoð í Suður-Afríku
Heimur

Hundruð þúsunda lífa í hættu eftir að Trump skar niður aðstoð í Suður-Afríku

Reynslubolti tekur tímabundið við Kveik
Innlent

Reynslubolti tekur tímabundið við Kveik

Gunnar skrapar botninn hjá elítunni
Peningar

Gunnar skrapar botninn hjá elítunni

Krefst þess að Silja Bára taki poka sinn
Innlent

Krefst þess að Silja Bára taki poka sinn

Uppistandarinn Reggie Carroll skotinn til bana í Mississippi
Heimur

Uppistandarinn Reggie Carroll skotinn til bana í Mississippi

Jóhann Páll vill vernda Stórurð
Innlent

Jóhann Páll vill vernda Stórurð

Fimm blaðamenn drepnir í beinni útsendingu
Heimur

Fimm blaðamenn drepnir í beinni útsendingu

Tólf tekjuhæstu á Vestfjörðum afhjúpaðir
Peningar

Tólf tekjuhæstu á Vestfjörðum afhjúpaðir

Alvarleg hópsýking á spænsku fjögurra stjörnu hóteli
Heimur

Alvarleg hópsýking á spænsku fjögurra stjörnu hóteli

Hættir eftir tæpa þrjá mánuði í starfi
Fólk

Hættir eftir tæpa þrjá mánuði í starfi

Heimur

Hundruð þúsunda lífa í hættu eftir að Trump skar niður aðstoð í Suður-Afríku
Heimur

Hundruð þúsunda lífa í hættu eftir að Trump skar niður aðstoð í Suður-Afríku

„Líf okkar skipta máli, við erum manneskjur“
Rússar hafna fundi með Zelensky – diplómatísk spenna magnast
Heimur

Rússar hafna fundi með Zelensky – diplómatísk spenna magnast

Uppistandarinn Reggie Carroll skotinn til bana í Mississippi
Heimur

Uppistandarinn Reggie Carroll skotinn til bana í Mississippi

Fimm blaðamenn drepnir í beinni útsendingu
Heimur

Fimm blaðamenn drepnir í beinni útsendingu

Alvarleg hópsýking á spænsku fjögurra stjörnu hóteli
Heimur

Alvarleg hópsýking á spænsku fjögurra stjörnu hóteli

Yfirmaður í ísraelska hernum vill myrða 50 Palestínumenn fyrir hvern látinn Ísraela
Heimur

Yfirmaður í ísraelska hernum vill myrða 50 Palestínumenn fyrir hvern látinn Ísraela

Loka auglýsingu