Ljóst er að gestir menningarnætur í gær eru sagðir hafa staðið sig og verið að mestu leyti til fyrirmyndar og hátíðarhöldin vandræðaminni en í fyrra.
Í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er sagt frá því að rúða var brotin í stóru og sögufrægu húsi í miðborginni, Þjóðleikhúsinu, en járnröri var kastað á húsið og rúðan mölbrotnaði en ekki liggur fyrir hvort einhver slasaðist vegna glerbrotanna.
Ölvað og réttindalaust ungmenni var stöðvað við akstur í úthverfi og það mál var leyst með aðkomu foreldra.
Þá rannsakar lögreglan líkamsárás í úthverfi þar sem sá sem fyrir árásinni varð hlaut sem betur minniháttar áverka.
Að afloknu Tónaflóði Rásar tvö var Menningarnótt slitið með einnar mínútu þögn til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, er lést eftir hnífstunguárás á Menningarnótt í fyrra.
Var flugeldasýningin í minningu Bryndísar Klöru og tileinkuð öllum ungmennum sem orðið hafa fyrir ofbeldi.
Komment