
43 mál voru skráð í kerfi lögregluMyndin tengist fréttinni ekki beint.
Mynd: Víkingur
Í dagbók lögreglu frá því í gærkvöldi og í nótt er greint frá því að tilkynnt hafi verið um nakinn mann á gangi í Reykjavík og var hann fluttur á viðeigandi sjúkrastofnun.
Ökumaður var stöðvaður í akstri í miðbæ Reykjavíkur. Við athugun kom í ljós að hann var réttindalaus og með ætluð fíkniefni og var hann vistaður í fangageymslu.
Tveir ökumenn voru stöðvaðir í akstri í Reykjavík fyrir að tala í farsíma á ferð án þess að nota handfrjálsan búnað og var það afgreitt með sekt.
Ökumaður var stöðvaður í akstri í Kópavogi vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og var hann látinn laus eftir blóðprufu.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment