1
Fólk

Selja risa einbýli á grínverði

2
Fólk

Pabbi Áslaugar Örnu skiptir um vinnu

3
Pólitík

Sonur ráðherra býður sig fram

4
Fólk

Selja lúxusheimili við náttúruperlu

5
Landið

Mikið frost á fróni í kortunum

6
Innlent

Foreldrar og sérfræðingar keppast við að leiðrétta Pawel

7
Innlent

Bóndi á Íslandi dæmdur í fangelsi

8
Heimur

Lýtaaðgerð samfélagsmiðlastjörnu lauk með sorg

9
Innlent

Fyrrum þingmaður segir grunnskóla Reykjavíkur þá lélegustu í heiminum

10
Heimur

Drengur sem lögregla taldi látinn reyndist á lífi á sjúkrahúsi

Til baka

Foreldrar og sérfræðingar keppast við að leiðrétta Pawel

„Mér finnst þetta ótrúlega óábyrgt“

pawel bartoszek
Pawel Bartoszek þingmaðurVar kosinn á Alþingi í fyrsta skipti árið 2024.
Mynd: Víkingur

Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, skellti heldur betur í umdeilda færslu á Facebook fyrr í dag.

„Fréttir úr símalausri unglingadeild: Krakkarnir nota nú hverja lausa stund til að fara af skólalóð, heim, eða í einhverja aðra byggingu nálægt bara til að komast á netið. Gangarnir og félagsmiðstöðvar standa tómar. Glæsileg niðurstaða og að öllu leyti ófyrirsjáanleg,“ skrifaði þingmaðurinn en mikil ánægja hefur mælst meðal kennara, nemenda og foreldra með takmörkun á símum í skólum. Þá hefur ríkisstjórnin verið að íhuga að banna síma í skólum en eins og staðan er í dag taka ráða skólarnir slíku sjálfir.

Þingmaður, fréttamaður og borgarfulltrúi ósammála

Það er ekki að sjá margir séu sammála þingmanninum, ekki sinu sinni sem rita athugasemdir við færsluna hans á Facebook.

„Veit ekki hvaða skóla þú átt við. Efast um að þetta sé raunin þvert á skóla sem eru með símafrí. Það þarf auðvitað að tryggja að annað afþreyingarefni sé til staðar t.a.m. spil, borðtennisborð o.s.frv. sem getur komið í staðinn fyrir snjallsímann. Það verður þó kannski að teljast jákvæðara að unglingar fari í göngutúr til að vera í símanum í stað þess að fara beint úr tíma í símann en það er líka til marks um hversu ávanabindandi þessi tæki (öppin í þeim) eru - sem er stórt viðfangsefni þegar kemur að andlegri heilsu og félagsfærni barna,“ skrifar Magnea Gná Jóhannsdóttir borgarfulltrúi en áður en hún varð borgarfulltrúi starfaði hún í félagsmiðstöð.

„Í þeirri unglingadeild sem ég þekki til iða gangarnir af lífi í frímínútum og hafa gert frá því að tekið var fyrir símanotkun í fyrra,“ skrifar fréttamaðurinn Bergsteinn Sigurðsson um málið og tekur Ása Berglind Hjálmarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, undir með fréttamanninum.

Pétur Maack, formaður Sálfræðingafélagsins, segir einnig þetta ekki hans upplifun úr skóla hans barna.

„Ég tók upp símabann hjá þeim unglingum sem eru í íþróttastarfi hjá mér. Niðurstaðan er sú að samskipti unglinganna hafa batnað, þeir hreykja sér af (og metast um hver hefur náð betri árangri) litlum skjátíma og segjast líða mun betur fyrir vikið,“ skrifaði Þórarinn Hjartarson hlaðvarpsþáttastjórnandi.

Forstöðumaður mjög ósáttur

Það er þó Hlynur Einarsson, forstöðumaður Hundrað&ellefu, sem er ósáttastur af öllum í athugasemdakerfinu en hann hefur starfað í félagsmiðstöðvum árum saman.

„Sem forstöðumaður í félagsmiðstöð hjá Reykjavíkurborg þá langar mig að biðja þig um að gera betur en þetta Pawel. Hvaðan hefur þú þessa frétt? Hvaða félagsmiðstöðvar standa tómar, allavega ekki sú sem ég stýri. Ég er ekki að tala með eða á móti þessari stefnu um símalausa skóla, en mér finnst þetta ótrúlega óábyrgt og vitlaus framsetning hjá þér. Það væri líka mjög undarlegt ef félagsmiðstöðvarnar væru tómar þar sem þar er ekki símabann, ekki svo ég viti til,“ skrifaði Hlynur um málið.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Karl og kona rekin úr landi fyrir þjófnað
Innlent

Karl og kona rekin úr landi fyrir þjófnað

Fólkið hafði dvalið á Íslandi í tvö ár og oft komist í kast við lögin
Fyrrverandi eiginkona Björns Ulvaeus, Lena, er látin
Heimur

Fyrrverandi eiginkona Björns Ulvaeus, Lena, er látin

Cardi B kennir karlmönnum að borða banana
Myndband
Heimur

Cardi B kennir karlmönnum að borða banana

Hljóðbylgjur gætu slökkt skógarelda í framtíðinni
Heimur

Hljóðbylgjur gætu slökkt skógarelda í framtíðinni

Baldur segir Grænlandsmálið komið á „nýtt og enn alvarlegra stig“
Innlent

Baldur segir Grænlandsmálið komið á „nýtt og enn alvarlegra stig“

Linda Ben opnar fyrir leyndarmálin
Fólk

Linda Ben opnar fyrir leyndarmálin

Skyndilegt andlát Doug LaMalfa veikir stöðu Repúblikana á Bandaríkjaþingi
Heimur

Skyndilegt andlát Doug LaMalfa veikir stöðu Repúblikana á Bandaríkjaþingi

„Vecna“ tjáir sig um kenningar um leynilegan lokaþátt Stranger Things
Heimur

„Vecna“ tjáir sig um kenningar um leynilegan lokaþátt Stranger Things

Selja risa einbýli á grínverði
Myndir
Fólk

Selja risa einbýli á grínverði

Dómarinn í spillingarmáli Netanyahu lést í mótorhjólaslysi
Heimur

Dómarinn í spillingarmáli Netanyahu lést í mótorhjólaslysi

Björn fær týnt veski sitt sent heim frá Kaupmannahöfn eftir keðju góðverka
Fólk

Björn fær týnt veski sitt sent heim frá Kaupmannahöfn eftir keðju góðverka

Sonur ráðherra býður sig fram
Pólitík

Sonur ráðherra býður sig fram

Innlent

Karl og kona rekin úr landi fyrir þjófnað
Innlent

Karl og kona rekin úr landi fyrir þjófnað

Fólkið hafði dvalið á Íslandi í tvö ár og oft komist í kast við lögin
Fyrrum þingmaður segir grunnskóla Reykjavíkur þá lélegustu í heiminum
Innlent

Fyrrum þingmaður segir grunnskóla Reykjavíkur þá lélegustu í heiminum

Baldur segir Grænlandsmálið komið á „nýtt og enn alvarlegra stig“
Innlent

Baldur segir Grænlandsmálið komið á „nýtt og enn alvarlegra stig“

Bóndi á Íslandi dæmdur í fangelsi
Innlent

Bóndi á Íslandi dæmdur í fangelsi

Hjálpsamur einstaklingur fann þýfi
Innlent

Hjálpsamur einstaklingur fann þýfi

Loka auglýsingu