1
Minning

Magnús Kristinn Eyjólfsson, landsliðsþjálfari í kata, látinn 54 ára að aldri

2
Innlent

Illa liðinn skólameistari vill annað tækifæri

3
Innlent

„Ég get skellt mér í Kópavogslaug og kallað mig Keikó en það gerir mig ekki að hval”

4
Mannlífið

Opnunarveisla Bryggjuhússins að hefjast

5
Innlent

Pétur lætur Þorgerði Katrínu hafa það óþvegið

6
Fólk

Forstjóri selur einbýli með fataherbergi

7
Innlent

Stór hluti ákæru felldur niður í máli Shamsudin-bræðra

8
Peningar

Tíu tekjuhæstu Garðbæingarnir opinberaðir

9
Heimur

Brasílískur áhrifavaldur varð fyrir bíl á þjóðveginum

10
Innlent

Aðjúnkt við HÍ segir stjórnvöld sitja aðgerðarlaus frammi fyrir þjóðarmorði

Til baka

Forsetinn segir ungt fólk hrópa á hjálp

Börnin hafa sagt Höllu frá vaxandi fíkn í klám og fjárhættuspil

Halla Tómadóttir forseti
Halla hefur áhyggjur af ungu fólki á ÍslandiSegir tæknina geta verið krefjandi og erfiða þrátt fyrir marga kosti.
Mynd: AFP

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, hélt hátíðarávarp á Hólahátíð um síðustu helgi og ræddi margt og mikið í því ávarpi. Meðal þess sem hún ræddi um er staðan hjá ungu fólki á Íslandi í dag en forsetinn hefur haft hugann við það efni síðan hún komst til valda. Hún beindi sérstaklega athygli að neikvæðum áhrifum snjalltækja og samfélagsmiðla á líðan barna og ungs fólks.

„Á liðnu ári, því fyrsta í mínu embætti, hef ég lagt mig fram um að hitta og hlusta á ungt fólk,“ sagði forsetinn í ræðu sinni.

„Ég heyri að þau eru mér sammála um alvarleika vandamálanna sem löng dvöl í stafræna hliðarveruleikanum getur haft í för með sér. Þau lýsa fyrir mér vaxandi einmanaleika og hafa sum sterklega á tilfinningunni að þau sjálf séu ekki í lagi eins og þau eru, séu ekki nóg. Þau segja að þær glansmyndir af lífi annarra sem birtast á samfélagsmiðlum láti þeim stundum líða eins og þeirra eigið líf sé ekki nógu spennandi. Þau segja mér frá vaxandi fíkn sinnar kynslóðar í tölvuleiki, klám og fjárhættuspil, efni sem sé öllum aðgengilegt og hannað á útsmoginn hátt til að halda athygli notenda svo fanginni að það er átak að taka eftir bláum himni og hækkandi sól, lesa bók eða hreinlega beina huganum í annan farveg. Þau segja mér líka frá ólíkum birtingarmyndum ofbeldis í stafrænum heimi, allt frá grimmum athugasemdum á samfélagsmiðlum til slagsmála í beinni útsendingu,“ sagði Halla.

„Ég gæti lengi haldið áfram en kjarni málsins er sá að mér finnst ungt fólk beinlínis vera að hrópa á hjálp,“ hélt hún áfram. Hún sagði börnin vera biðla eldra fólks um að vera betri fyrirmyndir og setja þeim skynsamleg og heilbrigð mörk „Við eigum sannarlega að reyna að njóta þess sem tæknin hefur fram að færa en okkur ber líka skylda til að lágmarka þann skaða sem af henni getur hlotist og endurheimta það sem hún hefur nú þegar rænt okkur.“

Halla Tómasdóttir ræða
Mynd: Þjóðkirkjan
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Hungursneyð opinberlega staðfest á Gaza
Heimur

Hungursneyð opinberlega staðfest á Gaza

„Þetta er í fyrsta sinn í lífi mínu sem ég óska þess að ég ætti ekki börn, því það er óbærilegt að horfa á þau visna svona.“
Kona handtekin vegna hraðbankaránsins
Innlent

Kona handtekin vegna hraðbankaránsins

Tíu tekjuhæstu Garðbæingarnir opinberaðir
Peningar

Tíu tekjuhæstu Garðbæingarnir opinberaðir

Rússneskir hermenn skutu hver á annan til að fá bætur og orður
Heimur

Rússneskir hermenn skutu hver á annan til að fá bætur og orður

„Markmiðið að stjórnvöld séu meðvituð um hvaða áhrif ákvarðanir þeirra hafa“
Innlent

„Markmiðið að stjórnvöld séu meðvituð um hvaða áhrif ákvarðanir þeirra hafa“

Forstjóri selur einbýli með fataherbergi
Fólk

Forstjóri selur einbýli með fataherbergi

„Skýrt í mínum huga að ofsóknir eiga að hafa afleiðingar”
Innlent

„Skýrt í mínum huga að ofsóknir eiga að hafa afleiðingar”

Pétur lætur Þorgerði Katrínu hafa það óþvegið
Innlent

Pétur lætur Þorgerði Katrínu hafa það óþvegið

Illa liðinn skólameistari vill annað tækifæri
Innlent

Illa liðinn skólameistari vill annað tækifæri

Snorri Ásmundsson hugleiðir fyrir ást og friði
Menning

Snorri Ásmundsson hugleiðir fyrir ást og friði

Alþjóðleg pólitík er barnaleg - Að vera þingmaður 11. kafli
Skoðun

Björn Leví Gunnarsson

Alþjóðleg pólitík er barnaleg - Að vera þingmaður 11. kafli

Innlent

Kona handtekin vegna hraðbankaránsins
Innlent

Kona handtekin vegna hraðbankaránsins

Glæpurinn var framinn Mosfellsbæ
Illa liðinn skólameistari vill annað tækifæri
Innlent

Illa liðinn skólameistari vill annað tækifæri

„Markmiðið að stjórnvöld séu meðvituð um hvaða áhrif ákvarðanir þeirra hafa“
Innlent

„Markmiðið að stjórnvöld séu meðvituð um hvaða áhrif ákvarðanir þeirra hafa“

„Skýrt í mínum huga að ofsóknir eiga að hafa afleiðingar”
Innlent

„Skýrt í mínum huga að ofsóknir eiga að hafa afleiðingar”

Pétur lætur Þorgerði Katrínu hafa það óþvegið
Innlent

Pétur lætur Þorgerði Katrínu hafa það óþvegið

Forsetinn segir ungt fólk hrópa á hjálp
Innlent

Forsetinn segir ungt fólk hrópa á hjálp

Loka auglýsingu