Sextíu prósent landsmanna telja Kristrúnu Frostadóttur hafa staðið sig vel í starfi á þessu kjörtímabili en þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu.
Þá telja 19% hana hafa staðið sig í meðallagi meðan aðeins 22% segja illa. Mikil óánægja virðist hins vegar vera með frammistöðu Sigmundar Davíð Gunnlaugssonar, Guðrúnar Hafsteinsdóttur og Sigurðar Inga Jóhannsonar ef marka má þessa könnun. 61% aðspurðra telja að Sigmundur og Guðrún hafi staðið sig illa en sérstaklega var spurt um formenn þeirra flokka sem eiga sæti á þingi
Þá telja 58% landsmanna Sigurð Inga hafa staðið sig illa.
Könnunin fór fram dagana 8. til 15. október og voru svarendur 1232 talsins.
Mynd: Maskína
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa


Komment