Elín Hall, ein vinsælasta söngkona landsins, kom fram á mathöllin í Hafnartorgi í gær og er óhætt að segja að margt hafi verið um manninn.
Salurinn var gjörsamlega troðinn og sáu þeir sem komust að virkilega vel heppnaða tónleika hjá söngkonunni en hún hefur undanfarið verið að gefa út lög á ensku og má spyrja hvort hún stefni á sömu vinsældir erlendis og hún hefur upplifað á Íslandi.
Það er nóg að gera hjá henni og ekki aðeins í tónlist en eins og margir vita er hún einnig ein færasta leikkona landsins en hún sló í gegn í myndinni Lof Mér Að Falla sem kom út árið 2018 og hefur svo leikið í kvikmyndum á borð við Ljósbrot og Kulda. Þá fékk hún mikið lof fyrir leik sinn sem ung Vigdís Finnbogadóttir í þáttum um forsetann fyrrverandi sem voru sýndir í upphafi árs.
Víkingur Óli Magnússon, ljósmyndari Mannlífs, mætti á tónleikana og skrásetti viðburðinn.


Komment