
Það kemur fram í dagbók lögreglunnar að einn aðili var handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll sem og vörslu fíkniefna og var hann vistaður í fangageymslu.
Lögreglu barst ósk um aðstoð vegna umferðarslyss í Árbæ en þar varð árekstur á milli tveggja bifreiða og urðu minniháttar slys á fólki.
Ökumaður var tekinn höndum vegna gruns um ölvunarakstur og líka fyrir að valda minniháttar umferðaróhappi. Sá var látinn laus að lokinni blóðsýnatöku.
Einn var handtekinn í Kópavogi - grunaður um sölu sem og dreifingu fíkniefna; lagði lögregla hald á fíkniefnin og fjármuni, sem er ætlaður ágóði af fíkniefnasölunni.
Í Mosfellsbæ fer fram bæjarhátíðin Í túninu heima, var óskað eftir hjálp lögreglu þar sem einn aðili var grunaður um líkamsárás; þá veitti lögregla aðstoð vegna ölvaðra ungmenna. Var þeim komið til foreldra eða forráðamanna.
Komment