
Í dagbók lögreglu frá því í gær og í fyrradag er greint frá því að tilkynnt hafi verið um þjófnað í verslun. Lögreglan mætti á svæðið og afgreiddi málið.
Tilkynnt var um tvo menn sem höfðu brotið sér leið inn í stofnun í miðbænum. Lögregla sinnti og hafði uppi á mönnum og voru þeir handteknir og vistaðir í fangaklefa.
Lögreglan fékk einnig tilkynningu um eignarspjöll á bíl í Mosfellsbæ og er málið í rannsókn samkvæmt lögreglunni.
Lögreglan fékk tilkynningu um stórfellda líkamsárás í Breiðholti en gerendur flúðu af vettvangi. Málið er í rannsókn.
Tilkynnt var um slagsmál fyrir utan skemmtistað í Kópavogi. Þegar lögreglu bar að kom í ljós að um var að ræða nokkra aðila í gamnislag.
Brotist var inn í bíl í Árbænum og er það mál í rannsókn samkvæmt lögreglu.
Komment