Í dagbók lögreglu frá því í nótt og í gærkvöldi er greint frá því að einn hafi verið handtekinn en hann var grunaður um sölu ávana- og fíkniefna í miðbæ Reykjavíkur. Þá fundust fíkniefni og peningar, sem er ætlaður ágóði af fíkniefnasölunni, við húsleit á heimili hans. Hann var vistaður í fangageymslu á meðan málið var til rannsóknar og var síðan látinn laus að lokinni skýrslutöku.
Einn var handtekinn eftir að hafa reynt að flýja lögreglu. Lögreglan ætlaði að sekta hann vegna nagladekkja en síðar kom í ljós að hann var eftirlýstur
Óskað var aðstoðar lögreglu vegna líkamsárásar við bar í miðbæ Reykjavíkur en þar hafði ölvaður maður kýlt annan að sögn lögreglu.
Þá var tilkynnt um aðila á jeppa sem var að kasta eggjum í hús í Kópavogi.
Komment