
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, sagði af sér formennsku í stjórn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi í júní og gekk úr stjórninni en þá hafði hann aðeins verið formaður í tvo mánuði.
Þremur dögum áður en Guðmundur sagði af sér hafði SFS sent frá sér tilkynningu um að veiðigjald myndi tvöfaldast en stjórnvöld hafa vísað því á bug. Samkvæmt Guðmundi var sú tilkynning ekki borinn undir hann.
„Þetta var mér ekki að skapi, það er alveg rétt, en líka það að ég tel, það er ekki annað en að horfa á okkur sjávarútvegsaðilana. Við erum ein óvinsælasta stétt landsins. Af hverju erum við svona óvinsælir? Eina sem ég hef gert alla ævi, ég lærði bara að ég þarf að fara eftir lögunum,“ segir Guðmundur við RÚV.
Í viðtalinu segir Guðmundur einnig að umræðan um veiðigjald sé á villigötum. „Ég hef ekki trú á þessu eins og þjóðfélagið gerir það í dag. Mig langaði til að fara í þessa umræðu. Ég held að við sem þjóðfélag séum á villigötum um sjávarútveginn. Ekki bara samtök fyrirtækja, líka sjómannaforystan og Alþingi af því að það er verið að byggja á vitlausum grunni.“
Komment