1
Peningar

Tíu tekjuhæstu Garðbæingarnir opinberaðir

2
Innlent

Pétur lætur Þorgerði Katrínu hafa það óþvegið

3
Innlent

Illa liðinn skólameistari vill annað tækifæri

4
Innlent

Uppsagnir á Sýn halda áfram

5
Peningar

Halla Tómasdóttir í hópi þeirra tekjuhæstu á Íslandi

6
Fólk

Forstjóri selur einbýli með fataherbergi

7
Innlent

Um 100 mótmælendur trufluðu ríkisstjórnarfund

8
Innlent

Alexander Máni smyglaði inn fíkniefnum í hundamatsumbúðum

9
Innlent

Varasamt veður vegna vinds

10
Heimur

Rússneskir hermenn skutu hver á annan til að fá bætur og orður

Til baka

Gunnar Smári boðar til skyndifundar

Karl Héðinn Kristjánsson er hættur í kosningastjórn Sósíalistaflokksins.

Gunnar Smári Egilsson
Gunnar SmáriBoðað hefur verið til skyndifundar hjá Sósíalistaflokknum.
Mynd: Sósíalistaflokkurinn

Karl Héðinn Kristjánsson hefur sagt sig úr kosningastjórn Sósíalistaflokksins en það tilkynnti hann í yfirlýsingu sem hann birti á Facebook fyrir stuttu. Í yfirlýsingunni segist Karl Héðinn, sem er fræðslu- og félagsmálafulltrúi hjá Eflingu, ekki lengur geta starfað undir forystu sem hunsi lýðræðislega gagnrýni og refsi þeim sem benda á vandann.

Þá ber Karl Héðinn Gunnari Smára Egilssyni, formanni framkvæmdarstjórnar flokksins þungum sökum í yfirlýsingunni.

„Ég hef í mörg ár unnið af heilindum að því að byggja upp sterkan, lýðræðislegan og grasrótardrifinn flokk. Því miður hef ég í staðinn upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot formanns framkvæmdastjórnar, Gunnars Smára Egilssonar. Þeir sem verja hann hvað sem á dynur hafa tekið þátt í þeirri útskúfun – jafnvel á meðan þeir segjast styðja þolendur og berjast gegn ofbeldi. Ég er ekki einn um þessa upplifun og veit því miður um þó nokkur dæmi þar sem öflugir félagar fælast frá starfi vegna sambærilegra upplifanna.“

„Því miður hef ég í staðinn upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot formanns framkvæmdastjórnar, Gunnars Smára Egilssonar.“
Karl Héðinn Kristjánsson

Þá segir Karl Héðinn að góð vinna hafi verið unnin á vinnuhelgi flokksins um uppgjör á kosningabaráttunni fyrir síðustu kosningar, þar sem frambjóðendur úr öllum kjördæmum komu saman en markmikið hafi verið að læra af reynslu kosningabaráttunnar. Ýmsar tillögur hafi komið fram um það sem betur mætti fara en segir hann að lítil valdaklíka hafi ákveðið að hunsa niðurstöður vinnuhelgarinnar.

„Í stað þess að vinna raunverulega með þessa vinnu ákvað lítill valdakjarni innan framkvæmdastjórnar að hunsa þessa niðurstöðu og boða til sameiginlegs fundar stjórna um niðurstöðu netkönnunar sem túlkuð var þannig að „allt væri í lagi.“ Gagnrýni var afskrifuð sem fáfræði og niðurrifsstarfsemi, og enn á ný var reynt að þagga niður í þeim sem vilja bæta flokkinn undir formerkjum þess að þeir sem gagnrýni séu fáfróðir eða hreinlega illa innrættir. Ég tek fram að á vinnuhelginni kom fram sú hugmynd að gott væri að flokkurinn gerði tíðari skoðanakannanir á meðal félagsmanna en þær verður að hanna vísindilega svo þær mæli raunverulega það sem við viljum mæla. Og að hunsa vinnu virkrar grasrótar, stjórnarmanna og frambjóðenda úr Alþingiskosningunum á þennan máta eru ömurleg vinnubrögð.“

„Skortur á lýðræði og fjárhagslegt ábyrgðarleysi“
Karl Héðinn Kristjánsson

Og Karl Héðinn hélt áfram:

„Skortur á lýðræði og fjárhagslegt ábyrgðarleysi:

Gunnar Smári sniðgekk vinnuhelgina – þrátt fyrir að vera formaður framkvæmdastjórnar og oddviti flokksins í Reykjavík norður í síðustu kosningum. Þess í stað hefur hann, með dyggri aðstoð þeirra sem standa honum næst, haldið áfram að úthýsa gagnrýnisröddum og gaslýsa þá sem kalla eftir eðlilegri endurskoðun á störfum hans.

Tvö félög, Alþýðufélagið og Vorstjarnan, fá samanlagt nær öll framlög flokksins – en hvorugt þeirra starfar eftir opnum og lýðræðislegum reglum. Alþýðufélagið, sem á og rekur Samstöðina, er í raun einkafélag Gunnars Smára. Stjórn þess er sýndarstjórn, engir félagsfundir eru haldnir, og engin leið er fyrir almenna félagsmenn að hafa áhrif á starfsemi þess.”

Segist hann ekki hafa gefist upp á Sósíalistaflokknum og ætli sér að halda áfram að starfa með ungliðadeildinni.

„Stéttastríðið stigmagnast og heimurinn að brenna, Sósíalistaflokkurinn þarf að fullorðnast. Ég mun aldrei gefast upp á baráttunni fyrir réttlæti og betra samfélagi, en sú barátta verður að byggjast á heilindum og lýðræði – ekki klíkuskap og valdabrölti. Slíkt mun einfaldlega ekki virka.”

Skyndifundur boðaður

Gunnar Smári Egilsson brást við ásökunum Karls Héðins á Facebook-síðu sinni og boðaði til skyndifundar sem haldinn verður í kvöld.

Gunnar Smári skrifaði:

„Í tilefni af ásökunum sem Karl Héðinn Kristjánsson, fyrrum stjórnarmaður í Kosningastjórn Sósíalistaflokksins, á hendur mér, boða ég, Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins til skyndifundar í félagsheimili Vorstjörnunnar í Bolholti 6 klukkan 18 í dag, 12. mars.

Þar mun ég fara yfir opið bréf Karls og ræða þau atriði þess sem snúa að mér og greina frá starfi flokksins á undanförnum misserum. Þau sem vilja kynna sér málin í kjölfar lestrar bréfs Karls eru hvött til að mæta.

Fundurinn er öllum opinn.”

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


„Samfélagið hafði ekki efni á fjölfötluðu barni“
Innlent

„Samfélagið hafði ekki efni á fjölfötluðu barni“

Sigmundur Ernir segir frá því að yngsta dóttir hans hóf háskólanám í vikunni sem leið og ber það saman við þegar elsta dóttir hans - sem er fjölfötluð - reyndi að sækja sér framhaldsnám fyrir aldarfjórðungi síðan
„Það er að ein­hverju leyti þetta fína fólk sem er í þess­um hefðbundnu hægri­flokk­um“
Innlent

„Það er að ein­hverju leyti þetta fína fólk sem er í þess­um hefðbundnu hægri­flokk­um“

Fláráður ferðamaður neitaði að borga reikninginn og hótaði að drepa lögreglumann
Innlent

Fláráður ferðamaður neitaði að borga reikninginn og hótaði að drepa lögreglumann

Yfirmaður í ísraelska hernum vill myrða 50 Palestínumenn fyrir hvern látinn Ísraela
Heimur

Yfirmaður í ísraelska hernum vill myrða 50 Palestínumenn fyrir hvern látinn Ísraela

Segir aðgerðaleysi íslenskra stjórnvalda gagnvart helförinni á Gaza vera „fyrirlitlegt“
Innlent

Segir aðgerðaleysi íslenskra stjórnvalda gagnvart helförinni á Gaza vera „fyrirlitlegt“

Alexander Máni smyglaði inn fíkniefnum í hundamatsumbúðum
Innlent

Alexander Máni smyglaði inn fíkniefnum í hundamatsumbúðum

Karlmaður á fimmtugsaldri í gæsluvarðhaldi
Innlent

Karlmaður á fimmtugsaldri í gæsluvarðhaldi

Rússar hafna fundi með Zelensky – diplómatísk spenna magnast
Heimur

Rússar hafna fundi með Zelensky – diplómatísk spenna magnast

Um 100 mótmælendur trufluðu ríkisstjórnarfund
Myndir
Innlent

Um 100 mótmælendur trufluðu ríkisstjórnarfund

Uppsagnir á Sýn halda áfram
Innlent

Uppsagnir á Sýn halda áfram

Halla Tómasdóttir í hópi þeirra tekjuhæstu á Íslandi
Peningar

Halla Tómasdóttir í hópi þeirra tekjuhæstu á Íslandi

Innlent

„Samfélagið hafði ekki efni á fjölfötluðu barni“
Innlent

„Samfélagið hafði ekki efni á fjölfötluðu barni“

Sigmundur Ernir segir frá því að yngsta dóttir hans hóf háskólanám í vikunni sem leið og ber það saman við þegar elsta dóttir hans - sem er fjölfötluð - reyndi að sækja sér framhaldsnám fyrir aldarfjórðungi síðan
Alexander Máni smyglaði inn fíkniefnum í hundamatsumbúðum
Innlent

Alexander Máni smyglaði inn fíkniefnum í hundamatsumbúðum

„Það er að ein­hverju leyti þetta fína fólk sem er í þess­um hefðbundnu hægri­flokk­um“
Innlent

„Það er að ein­hverju leyti þetta fína fólk sem er í þess­um hefðbundnu hægri­flokk­um“

Fláráður ferðamaður neitaði að borga reikninginn og hótaði að drepa lögreglumann
Innlent

Fláráður ferðamaður neitaði að borga reikninginn og hótaði að drepa lögreglumann

Segir aðgerðaleysi íslenskra stjórnvalda gagnvart helförinni á Gaza vera „fyrirlitlegt“
Innlent

Segir aðgerðaleysi íslenskra stjórnvalda gagnvart helförinni á Gaza vera „fyrirlitlegt“

Loka auglýsingu