1
Innlent

Bænastund í Mosfellsbæ vegna sviplegs andláts ungs drengs

2
Pólitík

Jón Gnarr fór á kostum á Alþingi

3
Fólk

Sara og Stefán Einar seldu húsið 20 milljónum undir ásettu

4
Innlent

Starfsmaður RÚV hættur eftir ásakanir um áreitni

5
Fólk

Jasmín var mjög ósátt við ljósmóður í miðri fæðingu

6
Innlent

Prinsessa á Þingvöllum

7
Fólk

Skammast sín fyrir lús

8
Minning

Þorgerður Katrín minnist systur sinnar

9
Innlent

Sigurður tekinn með 16 kíló af marijúana

10
Menning

Húsfyllir í útgáfuhófi Kolbeins

Til baka

Gunnar Smári finnur fyrir létti en uppgjöri er ólokið

Bolað út úr stjórn Sósíalistaflokksins, en situr sem ritstjóri í sama húsnæði í Bolholti.

Gunnar Smári Egilsson aðalfundur Sósíalistaflokksins
Gunnar Smári EgilssonVar helsta driffjöðrin í stofnun Sósíalistaflokks Íslands og Samstöðvarinnar. Hér er hann ásamt flokksmönum fyrir utan aðalfundinn að Bolholti 6 í Reykjavík á laugardag.
Mynd: Golli

Gunnari Smára Egilssyni, formanni framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands, hefur nú verið bolað út úr framkvæmdastjórninni, en í húsnæði flokksins í Bolholti 6 hefur Samstöðin aðsetur, þar sem Gunnar Smári er ritstjóri.

Eftir harða umræðu síðustu mánuði í kjölfar áskana Karl Héðins Kristjánssonar á hendur Gunnari Smára, lá fyrir eftir aðalfund flokksins í Bolholti í gær að meirihluti næðist utan um breytingar á Sósíalistaflokknum. Gunnar Smári náði þar ekki kjöri, en hóparnir tveir lögðu fram lista. Svokölluð „upprisudeild“ flokksins fór með sigur af hólmi.

Smölun Sósíalistaflokkur Íslands leiðbeiningar
Leiðbeiningar upprisudeildarHópurinn sem vildi bylta Sósíalistaflokki Íslands setti fram leiðbeiningaskjal fyrir kosningar á aðalfundi í gær.
Mynd: Facebook

„Ég hef sterka tilfinningu fyrir að þessi dagur sé upphaf að einhverju heillavænlegu,“ segir Gunnar Smári á Facebook. „Ég finn fyrir létti og eftirvæntingu, eins og eitthvað áhugavert og spennandi sé framundan.“

Enn á þó eftir að leysa úr tengslum Sósíalistaflokksins, Samstöðvarinnar, Alþýðufélagsins og svo Vorstjörnunnar, sem rekur húsnæðið að Bolholti 6.

„Ég finn fyrir létti og eftirvæntingu“
Gunnar Smári Egilsson

Samstöðin ehf. er í 100% eigu Alþýðufélagsins, sem er rekið með fjárframlagi þeirra sem hafa skráð sig sem félaga. Í Alþýðufélaginu er önnur stjórn en í Sósíalistaflokki Íslands. Þó hefur Sósíalistaflokkurinn lánað til reksturs Samstöðvarinnar. Ef marka má stöðuna í árslok í fyrra skuldar Samstöðin Sósíalistaflokki Íslands hátt í 20 milljónir króna, en flokkurinn hefur haldið áfram að styrkja rekstur fjölmiðilsins. Sumir af þeim sem studdu upprisulistann gegn Gunnari Smára og stuðningsfólki hans höfðu starfað sem blaðamenn á Samstöðinni.

Gunnar Smári greindi frá því í fyrra að lán Sósíalistaflokksins til Samstöðvarinnar mætti síðan „breyta í hlutafé“. Ekki hefur orðið að því samkvæmt gildandi skráningu hjá Fjölmiðlanefnd.

Eitt af því sem Karl Héðinn Kristjánsson gagnrýndi í umræðu um málefni Sósíalistaflokkinn er einmitt þessi flækja. „„Þegar ég var í framkvæmdastjórn og var að reyna að tala um málefni fjármuna flokksins – það er að segja að þeir fari eiginlega allir inn í Vorstjörnuna og Alþýðufélagið – þá er manni sagt að þetta sé ekki vettvangurinn til að ræða um málefni Vorstjörnunnar eða Alþýðufélagsins og Samstöðvarinnar,“ sagði hann í samtali við Heimildina. Óánægjuhópurinn, sem nú hefur náð yfirhöndinni í Sósíalistaflokknum, hefur haldið því fram að Vorstjörnunni sé í reynd stýrt af Gunnari Smára og félögum.

Loks er Gunnar Smári stofnandi Facebook-hópsins sem heldur utan um samskipti Sósíalista. Hópurinn, sem heitir Rauði þráðurinn, var upphaflega stofnaður utan um hugmynd Gunnars Smára um að Ísland yrði 20. fylki Noregs. Stjórnendur hópsins eru Gunnar Smári, Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi, Sara Stef Hildar, sem styður Gunnar Smára, og svo facebook-síða Samstöðvarinnar, sem er í eigu Alþýðufélagsins.

Því virðist óljóst hvort nýir stjórnendur Sósíalistaflokks Íslands hafi yfir að ráða því sem fylgt hefur flokknum fram að þessu.

Fjöldi fólks hefur tilkynnt um úrsögn sína úr Sósíalistaflokknum eftir niðurstöðuna. Einn úr upprisuhópnum, Tjörvi Schiöth, tók því fálega þegar flokksmaður tilkynnti á Rauða þræðinum að hann hefði skilað inn úrsögn úr flokknum. „Þetta er ekki flugvöllur, þú þarft ekki að tilkynna brottför.“

Gunnar Smári vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað og beindi spurningum að nýrri framkvæmdastjórn.

Hann hefur síðan auglýst eftir styrkjendum að Samstöðinni, í gegnum Alþýðufélagið.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Cillian Murphy dásamar Sjálfstætt fólk eftir Laxness
Myndband
Heimur

Cillian Murphy dásamar Sjálfstætt fólk eftir Laxness

„Hún er meistaraverk“
Starfsmaður RÚV hættur eftir ásakanir um áreitni
Innlent

Starfsmaður RÚV hættur eftir ásakanir um áreitni

Öfgahópur í Ísrael stöðvar hjálparflutninga til Gaza
Heimur

Öfgahópur í Ísrael stöðvar hjálparflutninga til Gaza

Sigurður tekinn með 16 kíló af marijúana
Innlent

Sigurður tekinn með 16 kíló af marijúana

ASÍ óttast aukna verðbólgu
Innlent

ASÍ óttast aukna verðbólgu

Sýn segir upp starfsfólki eftir afkomuviðvörun
Peningar

Sýn segir upp starfsfólki eftir afkomuviðvörun

Dæmdur fyrir að aka drukkinn með barn sitt í bílnum
Innlent

Dæmdur fyrir að aka drukkinn með barn sitt í bílnum

Tveir neita sök í máli um íkveikjur tengdar Keir Starmer
Heimur

Tveir neita sök í máli um íkveikjur tengdar Keir Starmer

Húsfyllir í útgáfuhófi Kolbeins
Menning

Húsfyllir í útgáfuhófi Kolbeins

Ágústa hjólar í Eld Smára
Pólitík

Ágústa hjólar í Eld Smára

Jasmín var mjög ósátt við ljósmóður í miðri fæðingu
Fólk

Jasmín var mjög ósátt við ljósmóður í miðri fæðingu

„Evrópustjórnmál eru live-action búningadrama ríka fólksins“
Pólitík

„Evrópustjórnmál eru live-action búningadrama ríka fólksins“

Loka auglýsingu