1
Peningar

Sextán á Seltjarnarnesi sem eiga nóg af skotsilfri

2
Minning

Atli Dagbjartsson er fallinn frá

3
Heimur

Leyndardómsfullt mannshvarf á Kanaríeyjum

4
Heimur

Segist hafa mokgrætt á tveimur vikum á OnlyFans

5
Innlent

Konan fundin

6
Menning

Júlí Heiðar fær ekki nóg

7
Innlent

Þorbjörg segir kvartanir Snorra út í hött

8
Menning

Djammað og djúsað á Októberfest

9
Sport

Albert meiddist í stórsigri Íslands

10
Innlent

Fluttur á sjúkrahús eftir líkamsárás

Til baka

Gunnlaugur rýnir í stjörnukort Trumps: „Ef hann væri mennskari, þá myndi ég vorkenna honum“

Gunnlaugur Guðmundsson
Gunnlaugur Guðmundsson

Gunnlaugur Guðmundsson stjörnuspekingur rýndi í stjörnukort Donalds Trump, Bandaríkjaforseta. Segist hann myndi vorkenna honum, væri hann mennskari.

„Donald Trump er merkilegt fyrirbæri.

Stærsti hæfileiki hans er geta til að ‘skera glerið’ – fanga athygli – ná í gegnum það skvaldur sem einkennir nútímann.

Orð hans og gjörðir verða ekki bara að fyrirsögnum, hann nær að snerta athygli og tilfinningar fólks allra stétta og landa.

Hann er meistari frasa sem grípa. Make America Great Again o.s.frv..“

Þannig hefst færsla stjörnuspekingsins Gunnlaugs Guðmundssonar sem hann birti nýverið á Facebook. Meira jákvætt les Gunnlaugur ekki út úr stjörnukorti Bandaríkjaforseta en hann segir veikleika hans fjölmarga:

„Veikleikar hans eru fjölmargir – sjálfhverfa – er einn. Hvatvísi og skortur jarðsambandi annar; raunveruleikinn hefur aldrei þvælst fyrir hinum. Í viðskiptum hefur þetta háð honum. Í kjölsog útgerða hans liggur slóð gjaldþrota.

Sjálfhverfa (Sterk Sól og Mars), skortur á jarðsambandi (lítil jörð í korti hans) ásamt einangrunarhyggju (Venus/Satúrnus saman í Krabba) er sú blanda sem ég tel að verði honum að falli. 

Því hærra sem klifið er upp fjall valdsins, því sterkar verða þeir sem við mætum á göngunni.“

Í miðjukafla færslunnar segir stjörnufræðingurinn að hagkerfi heimsins séu samofin:

„Í öðru lagi – og það er kjarni málsins þegar nútíminn er annars vegar – hagkerfi heimsins eru samofin. Bíllinn okkar getur ekki ekið án kóbalts frá Kongó. Án kóbalts slokknar á batteríum síma okkar.

Vandamálið í sambandi við verndartolla – sem eru settir til að styrkja stálverksmiðjur í Pennsylvaníu m.m. – er að hagkerfi heimsins eru samofið teppi.

Skrúfurnar í vélarnir í stálverksmiðum Pennsylvaníu eru framleiddar í Mexíkó, 25% verndartollur á Mexíkó þýðir hærra verð á aðföngum, sem þýðir að verksmiðjan þrífst ekki.

Þar liggur raunveruleiki sem Trump horfir framhjá.

Fred Trump pabbi Donalds, var auðmaður. Donald ólst upp við alsnægtir. Þjónar og lífverðir í hverju horni. Hann hefur aldrei deilt kjörum með venjulegu fólki.  Hann elst upp einangraður í heimi þar sem ekki þarf að taka tillit til annarra. Þar liggur einn af akkilesarhælum hans.“

Þá segir Gunnlaugur að Trump sé maður hugmynda en úr tengslum við raunveruleikann.

„Donald Trump er maður hugmynda (loft/Tvíburi) úr tengslum við raunveruleika viðskipta og mannlegra samskipta.

Að eignast Grænland er hugmynd. Fjári góð að hans mati. Að loka á Kanada og Evrópu, láta þá borga meira, er önnur hugmynd. Að stöðva stríðið í Úkraníu, með því að færa Pútín landsvæði á silfurfati er önnur (áður en sest er að samningaborði er Trump búinn að gefa Rússum alla ásana. Góður samningamaður? Hann gerði það sama í Afganistan.)“

Að lokum spyr Gunnlaugur hvað þetta allt þýði og svarar því sjálfur. Segir hann að karma muni að lokum bíta Trump:

„Hvað þýðir þetta allt?

Donald Trump stillir sér upp fyrir framan myndavélar. Hann talar og  talar.

Hann hugsar ekki út í mótleiki andstæðinga sinna. Hann er það sjálfhverfur að hann hugsar ekki út í afleiðingar fyrir þá sem kusu hann.

Hin einfalda afleiðing – karma – er að stéttir og þjóðir munu rísa gegn honum.

Hvað munu bændur í Iowa og þar í kring gera þegar Kínverjar hætta að kaupa af þeim korn?

Hvað með þúsundir ríkisstarfsmanna sem missa vinnu í hreinsunum. Munu þeir sitja þögulir heima?

Hvað með verkamenn í bíla- og stálborgum Bandaríkjanna? Munu þeir sitja heima þegar í ljós kemur að hagur þeirra versnar?

Hvað með þjóðir heimsins? Mun Evrópusambandið klappa fyrir Trump? Kandamenn? Kínverjar?

Því hærra sem staðið er á fjalli valdsins því naprari verða vindarnir.

Ef Trump væri mennskari, þá myndi ég vorkenna honum.“

Hér má svo sjá stjörnukort Trumps:

Stjörnukort Trumps
Stjörnukort Trumps

 

 

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Albert meiddist í stórsigri Íslands
Sport

Albert meiddist í stórsigri Íslands

Óvíst er með þátttöku Alberts gegn Frakklandi
Leyndardómsfullt mannshvarf á Kanaríeyjum
Heimur

Leyndardómsfullt mannshvarf á Kanaríeyjum

Þorbjörg segir kvartanir Snorra út í hött
Innlent

Þorbjörg segir kvartanir Snorra út í hött

Gagnrýnir „dramatískar“ aðgerðir sérsveitarinnar á Siglufirði
Innlent

Gagnrýnir „dramatískar“ aðgerðir sérsveitarinnar á Siglufirði

Hlutleysiskrafa kemur í veg fyrir þátttöku Blaðamannafélagsins í fjöldafundinum um Gaza
Innlent

Hlutleysiskrafa kemur í veg fyrir þátttöku Blaðamannafélagsins í fjöldafundinum um Gaza

„Áhrifavaldur Guðs“ tekinn í dýrlingatölu
Heimur

„Áhrifavaldur Guðs“ tekinn í dýrlingatölu

Segist hafa mokgrætt á tveimur vikum á OnlyFans
Heimur

Segist hafa mokgrætt á tveimur vikum á OnlyFans

Sextán á Seltjarnarnesi sem eiga nóg af skotsilfri
Peningar

Sextán á Seltjarnarnesi sem eiga nóg af skotsilfri

Atli Dagbjartsson er fallinn frá
Minning

Atli Dagbjartsson er fallinn frá

Efling krefst aðgerða til að stöðva þjóðarmorðið á Gaza
Innlent

Efling krefst aðgerða til að stöðva þjóðarmorðið á Gaza

Prestar lesa upp nöfn barna sem myrt hafa verið í Palestínu og Ísrael
Innlent

Prestar lesa upp nöfn barna sem myrt hafa verið í Palestínu og Ísrael

Djammað og djúsað á Októberfest
Myndir
Menning

Djammað og djúsað á Októberfest

Menning

Djammað og djúsað á Októberfest
Myndir
Menning

Djammað og djúsað á Októberfest

Ást og sæla var ríkjandi á svæðinu
„Með því að vefur RÚV er ekki prófarkalesinn eru brotin lög“
Menning

„Með því að vefur RÚV er ekki prófarkalesinn eru brotin lög“

Júlí Heiðar fær ekki nóg
Menning

Júlí Heiðar fær ekki nóg

Nanna kom, sá og sigraði
Myndir
Menning

Nanna kom, sá og sigraði

Karl Ágúst semur ljóð um „Miðfótarflokkinn“
Menning

Karl Ágúst semur ljóð um „Miðfótarflokkinn“

Játa að vera drullusokkar
Myndir
Menning

Játa að vera drullusokkar

Loka auglýsingu