Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákveðið að ákæra Hafnfirðing fyrir ýmiss konar brot.
Hann er meðal annars ákærður fyrir umferðar-, fíkniefna- og vopnalagabrot með því að hafa, laugardaginn 10. febrúar 2024, ekið bifreið óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana- og fíkniefna um Víkurveg, við Vesturlandsveg í Reykjavík, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn og með því að hafa haft í vörslum sínum 8 stykki af contalgin og 14 stykki af OxyContin, sem fundust við leit á ákærða, 7 stykki af alprazolam krka, 16 stykki af suboxone, tvö úðavopn, fjaðurhníf og stunguvopn, sem fundust við leit í bifreiðinni.
Hann er einni ákærður fyrir umferðarlagabrot með því að hafa, fimmtudaginn 6. mars 2025, ekið bifreiði án gildra ökuréttinda og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana- og fíkniefna um Digranesveg í Kópavogi, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn.
Þá er hann sömuleiðis ákærður fyrir þjófnað með því að hafa, fimmtudaginn 27. nóvember 2025 stolið þremur stykkjum af ólífuolíu úr verslun Bónuss að Helluhrauni í Hafnarfirði, að samanlögðu verðmæti kr. 3.537.
Þess er krafist að Hafnfirðingurinn verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttar

Komment