Lítil hjörð háhyrninga sást skammt frá landi úr Reykjavík og af Seltjarnarnesi í dag. Af stærðinni að dæma var um fjölskyldu að ræða, en háhyrningar ferðast oft saman í litlum fjölskylduhjörðum.
Háhyrningarnir syntu nærri grynningum og voru skammt frá Selskeri þegar hópur fólks fylgdist með þeim frá sjávarsíðunni.
Þeir syntu þaðan um Hólmasund milli Akuyreyjar og Hólmanna norður af Örfirisey. Fljótlega dreif hvalaskoðunarbáta að háhyrningunum, sem syntu þá nær Engey.
Þann 10. júní síðastliðinn strandaði háhyrningur í fjörunni nálægt Geldinganesi, skammt frá Staðahverfi og Korpúlfsstöðum.
Háhyrningar við ReykjavíkFólk rak í rogastans við að sjá uggana skera yfirborð sjávar skammt frá byggðinni.

Grynningar við GrandaHáhyrningarnir forðuðust að stranda á grynningum og skerjum, sem eru víða nálægt Granda í Reykjavík.
Mynd: Landhelgisgæslan
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment