
Í nýrri færslu Stefáns Einars Stefánssonar, fjölmiðlamanns á Facecbook, greinir hann frá því að hælisleitendamálin séu í tómi tjóni í Evrópu og birtir hann frétt máli sínu til stuðnings.
Sú frétt fjallar um morð sem framið var í Amsterdam fyrir stuttu þar sem 17 ára stelpa var myrt. Í haldi vegna málsins er 22 ára karlmaður en miðlar í Hollandi telja að um hælisleitanda sé að ræða.
Helgi Magnús Gunnarsson, fyrrverandi vararíkissaksóknari, tekur undir með Stefáni. „Nákvæmlega og fyrir nokkrum árum safnaðist fólk saman til að styðja hælisumsókn manns sem tilheyrir bræðralagi múslíma og til stóð að vísa úr landi ásamt fjölskyldu. Dmr beilaði og við sitjum uppi með hann. Bræðralag múslima er bannað í sumum ríkjum i Miðausturlöndum eins og Egyptalandi. Samtökin eru hugmyndafræðin á bak við öll þessi hryðjuverkasamtök sem við heyrum um alla daga vera að drepa saklaust fólk,“ skrifar Helgi við færslu Stefáns.
Sagði hælisleitendur ljúga
Helgi hafði verið gagnrýndur fyrir nokkur ummæli sem hann lét falla sem vararíkissaksóknari en þau voru sögð hafa ýtt undir fordóma gagnvart samkynhneigðum og fólki af erlendum uppruna.
„Auðvitað ljúga þeir. Flestir koma í von um meiri pening og betra líf. Hver lýgur sér ekki til bjargar? Þar fyrir utan er einhver skortur á hommum á Íslandi?,“ skrifaði Helgi á Facebook við umfjöllun um upplifun hinsegin hælisleitanda og var hann í kjölfarið áminntur af ríkissaksóknara fyrir ummælin.
„Það eina sem stoppar þá er hnefinn, valdbeiting,“ sagði Helgi svo um innflytjendur frá Mið-Austurlöndum.
Hann var leystur tímabundið frá störfum og sagði Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hann hafi, í kjölfar áminningarbréfs sem Sigríður veitti honum, ekki bætt ráð sitt. Í fyrra fór Helgi Magnús á eftirlaun, níu árum á undan áætlun, eftir að ekki tókst að finna lausn á málum hans innan kerfisins.
Komment