Í dagbók lögreglu frá því í gærkvöldi og í nótt er greint frá því að höfð hafi verið afskipti af einstakling sem er grunaður um að vera í ólöglegri dvöl á landinu. Einstaklingurinn var handtekinn og vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.
Tilkynnt var um húsbrot og var einn einstaklingur handtekinn á staðnum og var hann laus að lokinni skýrslutöku.
Tilkynnt var um ofurölvi einstakling ganga fyrir bifreiðar. Nokkrir ökumenn voru teknir fyrir að aka fullir.
Tilkynnt var um skemmdir á bifreið. Einn einstaklingur var handtekinn grunaður um skemmdarverk og er hann vistaður í fangaklefa þar til rennur af honum víman og hægt verður að taka af honum skýrslu.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment