Í dagbók lögreglu frá því í gærkvöldi og nótt er greint frá því að óskað hafi verið aðstoðar vegna innbrots í geymslu í. Tveir sakborningar voru handteknir og vistaðir í fangageymslu fyrir rannsókn málsins.
Ökumaður var handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og annarra vímuefna í miðbænum, en sá var einnig sviptur ökuréttindum. Aðilinn var látinn laus að lokinni blóðsýnatöku, en var svo handtekinn aftur u.þ.b. klukkustund síðar fyrir sömu brot.
Lögreglan elti bifreið í Hafnarfirði. Tveir sakborningar voru handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum vímuefna, vörslu fíkniefna og fyrir að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu um að nema staðar. Aðilarnir voru vistaðir í fangageymslu.
Þá var óskað aðstoðar lögreglu vegna hnupls úr búð í Kópavogi.
Nokkrir voru handteknir fyrir að aka fullir eða undir áhrifum fíkniefna á höfuðborgarsvæðinu.
Komment