Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur skipað nýja stjórn Samkeppniseftirlitsins en greint er frá þessu í tilkynningu frá yfirvöldum.
Skipun stjórnar gildir frá 11. nóvember 2025 til 11. nóvember 2029. Hlutverk hennar er að móta áherslur í starfi og fylgjast með starfsemi og rekstri Samkeppniseftirlitsins.
Samkeppniseftirlitinu ber að ná markmiðum samkeppnislaga með því að vinna gegn óhæfilegum hindrunum og takmörkunum á frelsi í atvinnurekstri, vinna gegn skaðlegri fákeppni og samkeppnishömlum og auðvelda aðgang nýrra keppinauta að markaðnum segir í tilkynningunni.
Aðalmenn stjórnar eru:
- Margrét Einarsdóttir, doktor í lögfræði og prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, stjórnarformaður
- Björg Árnadóttir, MBA og framkvæmdastjóri Midgard Adventure
- Kári Joensen, hagfræðingur og lektor við Háskólann á Bifröst
Varamenn eru:
- Helga Reynisdóttir, LL.M og héraðsdómslögmaður hjá AM Praxis
- Kári Kristjánsson, hagfræðingur hjá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands
- Steindór Dan Jensen, lögfræðingur hjá atvinnuvegaráðuneytinu
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa


Komment