Vandað og vel skipulagt raðhús á þremum hæðum á skjólsælum stað í Fossvogsdal er komið í sölu en ef marka má myndir þá hugsa eigendurnir vel um heilsuna.
Innanhússhönnun var í höndum Rutar Káradóttur og eru allar innréttingar, skápar og innihurðir sérsmíðaðar af Sérverk. Eignin er búin tækjum og fallegum flísum í bland við gegnheilt eikarparket en gólfhiti er á miðhæð og í kjallara. Eignin er 321 fm skv. opinberri skráningu en því til viðbótar er óskráð rými undir bílskúr þar sem útbúin hefur verið frábær líkamsræktaraðstaða.
Fjögur svefnherbergi eru í húsinu og þrjú baðherbergi en húsið var byggt árið 2014.
Eigendurnir vilja fá 249.000.000 krónur fyrir húsið.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa


Komment