
Helga Kristín Ingólfsdóttir hefur hafið störf sem starfsmaður þingflokks hjá Miðflokknum og mun þar sinna fjölbreyttum verkefnum en þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum.
Helga Kristín er menntuð í sálfræði og lauk BS-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur byggt upp víðtæka og fjölbreytta starfsreynslu, einkum á sviði mannauðsmála, ráðgjafar og verkefnastjórnunar en síðastliðin ár hefur hún starfað í fræðslu- og mannauðsmálum hjá Arion banka.
Þá hefur Helga Kristín víðtæka reynslu á sviði og í sjónvarpi, bæði hérlendis og erlendis, en hún flutti ung utan til þess að stunda dansnám í New York og við Konunglega sænska ballettskólann í Stokkhólmi. Í framhaldi af því starfaði hún sem dansari við borgarleikhúsið í Mannheim í Þýskalandi ásamt því að sinna samfélagsmiðlum dansflokksins. Hún hefur ýmist komið fyrir í sjónvarpsþáttaröðum hérlendis og öðrum dansverkefnum.
„Þingflokkurinn býður Helgu Kristínu velkomna í gott lið Miðflokksins á Alþingi,“ segir í lokin á tilkynningunni.

Komment