1
Innlent

Barnaníðingur barinn á tjaldstæðinu í Fellabæ

2
Fólk

Óska eftir tilboðum í einbýli í náttúruparadís

3
Heimur

68 ára amma hlaut alvarleg brunasár eftir árás nágrannakonu

4
Innlent

Lúxussnekkja milljarðamærings í Reykjavíkurhöfn vekur furðu

5
Heimur

Eldri maður lést eftir að hafa verið bjargað úr sjó á Gran Canaria

6
Innlent

Hótanir í Árbæ

7
Peningar

Nítján auðmenn á Suðurlandi sem hafa það gott

8
Fólk

Halldórshús í Mosfellsbæ sett á sölu

9
Heimur

Mótmælendur gerðu hróp að Trump á veitingastað

10
Innlent

Þórunn sýndi trans fólki stuðning við setningu Alþingis

Til baka

Hildur vill selja eignahlut í Landsbankanum fyrir 350 milljarða

Hópur Sjálfstæðismenn hefur nú lagt fram frumvarp um sölu eignarhlutar ríkisins í Landsbankanum

Hildur Sverrisdóttir
Hildur SverrisdóttirÞingkona Sjálfstæðisflokksins
Mynd: Golli

Hópur Sjálfstæðismanna hefur nú lagt fram frumvarp um sölu eignarhlutar ríkisins í Landsbankanum; áætla þeir að söluvirði hlutarins yrði um 350 milljarðar króna.

Það kemur fram á mbl.is að flutningsmenn frumvarpsins eru þau Hildur Sverrisdóttir og Diljá Mist Einarsdóttir, Jón Gunnarsson og Jón Pétur Zimsen, Vilhjálmur Árnason, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Bryndís Haraldsdóttir, Rósa Guðbjartsdóttir, Ólafur Adolfsson og Guðlaugur Þór Þórðarson.

Í þingskjalinu segir að tilefni frumvarpsins og nauðsyn þess tengist sterkelga áherslum í ríkisfjármálum sem og þeirri krefjandi stöðu er ríkissjóður Íslands stendur nú frammi fyrir.

Fram að þessu hafa eignarhlutir ríkisins í Íslandsbanka verið seldir árið 2022, 2023 og 2025 og vill hópurinn að alveg eins eða svipað fyrirkomulag komi til sölu Landsbankans.

Kveðið er á um heimild til sölu á Landsbankanum hf. eingöngu, og sem er einskorðuð við tiltölulega einfalda söluaðferð, er þykir vel til þess fallin að fylgja meginreglum er áhersla er lögð á við ráðstöfun ríkiseigna; gegnsæi, hlutlægni, jafnræði sem og hagkvæmni.

Segir einnig í þingskjalinu að efnisatriði frumvarpsins séu fremur einföld:

„Ráðherra er heimilað, að fenginni heimild Alþingis í fjárlögum, að ráðstafa þeim eignarhlut sem ríkissjóður á í Landsbankanum hf., að fenginni heimild í fjárlögum. Frumvarpið gerir ráð fyrir markaðssettu útboði, einu eða fleirum, sem opið er öllum fjárfestum.“

Segir einnig að við sölumeðferðina verði að gæta að meginreglum er varða jafnræði; gagnsæi - hagkvæmni sem og hlutlægni.

Allar upplýsingar sem skipta máli varðandi þátttöku í útboðinu eigi að koma fram í lýsingu er birt verður opinberlega.

Landsbankinn er skráð félag á markaði og því þarf að huga afar vel að reglum er varða innherjaupplýsingar við upplýsingagjöf.

Þá er gert ráð fyrir því að ná megi þessum markmiðum frumvarpsins á fremur einfaldan hátt; án teljandi ágreinings.

Telur hópurinn að með því að söluaðferðirnar séu skýrt afmarkaðar í frumvarpinu sé ekki þörf á frekari aðkomu Alþingis - beinni eða óbeinni - umfram umfjöllun um frumvarpið sjálft.

Kemur fram að aðhald verður tryggt með mikilli upplýsingaskyldu; sú skylda er lögð á ráðherra að hann feli óháðum aðila að gera úttekt á því hvort meginreglum laganna - verði frumvarpið óbreytt að lögum - hafi verið fylgt við beitingu þeirra. Og þá er gert ráð fyrir að sala eignarhlutar ríkisins fari fram í einni eða fleiri lotum með markaðssettu útboði.

Er lögð áhersla á að hefðbundin sala með markaðssettu útboði fari fram með opnu útboði til allra fjárfesta: bæði almennra- og fagfjárfesta. Undirbúningur að slíku útboði tekur nokkrar vikur þar sem útbúin er skráningarlýsing og kynningar haldnarí þeim tilgangi að meta mögulega eftirspurn; þar að auki þurfi að huga vel að markaðsaðstæðum er varða tímasetningu útboða.

Tilgangurinn með markaðssettu útboði sem og þeim fastmótuðu reglum um framkvæmd slíks útboðs, er lagðar eru til í frumvarpinu, er sá að áhersla verði lögð á fyrirsjáanleika og gagnsæi sem gera verði ráð fyrir að geti orðið á kostnað verðs.

Einnig kemur á daginn að í samræmi við ábendingar Ríkisendurskoðunar frá nóvember árið 2022 vegna útboðs vegna sölu Íslandsbanka hf., sem fram fór í mars það sama ár, sé lagt til að viðkomandi fjármálafyrirtæki, sem í þessu tilviki er Landsbankinn hf., komi ekki beint að sölunni.

Segir einnig að íslenska ríkið eigi nú 98,2% hlut í Landsbankanum hf. og áætlar hópurinn með Hildi í broddi fylkingar að söluvirði þess hlutar yrði um 350 milljarðar króna.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Boðar málsókn á hendur TikTok fyrir að stofna lífi í hættu
Heimur

Boðar málsókn á hendur TikTok fyrir að stofna lífi í hættu

Nefnd franskra þingmanna hefur lagt til að samfélagsmiðlar verði bannaðir hjá börnum
Samstöðuganga fyrir Palestínu í Reykjavík og á Akureyri
Innlent

Samstöðuganga fyrir Palestínu í Reykjavík og á Akureyri

Lék með Sacramento Kings en semur nú við Álftanes
Sport

Lék með Sacramento Kings en semur nú við Álftanes

Krefst aðgerða vegna stöðu láglaunafólks og húsnæðisvanda
Peningar

Krefst aðgerða vegna stöðu láglaunafólks og húsnæðisvanda

„Því er ekki að leyna að það er töluvert aðhald í frumvarpinu“
Pólitík

„Því er ekki að leyna að það er töluvert aðhald í frumvarpinu“

Minnisvarði um flugslys í Glerárdal afhjúpaður á sunnudag
Landið

Minnisvarði um flugslys í Glerárdal afhjúpaður á sunnudag

Segir alveg öruggt „að samfélagsmiðlarnir magna haturstjáningu“
Innlent

Segir alveg öruggt „að samfélagsmiðlarnir magna haturstjáningu“

Morðingi Charlie Kirk enn laus en byssan er fundin
Heimur

Morðingi Charlie Kirk enn laus en byssan er fundin

Össur fékk far með söngelskum rútubílstjóra
Fólk

Össur fékk far með söngelskum rútubílstjóra

Egill skilur ekki Snorra Másson
Innlent

Egill skilur ekki Snorra Másson

68 ára amma hlaut alvarleg brunasár eftir árás nágrannakonu
Heimur

68 ára amma hlaut alvarleg brunasár eftir árás nágrannakonu

Þorbjörg vill ná stjórn á landamærunum
Innlent

Þorbjörg vill ná stjórn á landamærunum

Sigurður ræktaði kannabisplöntur í hjónaherberginu
Innlent

Sigurður ræktaði kannabisplöntur í hjónaherberginu

Innlent

Samstöðuganga fyrir Palestínu í Reykjavík og á Akureyri
Innlent

Samstöðuganga fyrir Palestínu í Reykjavík og á Akureyri

Segja íslensk stjórnvöld verða að ganga lengra
Sigurður ræktaði kannabisplöntur í hjónaherberginu
Innlent

Sigurður ræktaði kannabisplöntur í hjónaherberginu

Segir alveg öruggt „að samfélagsmiðlarnir magna haturstjáningu“
Innlent

Segir alveg öruggt „að samfélagsmiðlarnir magna haturstjáningu“

Egill skilur ekki Snorra Másson
Innlent

Egill skilur ekki Snorra Másson

Hildur vill selja eignahlut í Landsbankanum fyrir 350 milljarða
Innlent

Hildur vill selja eignahlut í Landsbankanum fyrir 350 milljarða

Þorbjörg vill ná stjórn á landamærunum
Innlent

Þorbjörg vill ná stjórn á landamærunum

Loka auglýsingu