
Í dagbók lögreglu frá því í gærkvöldi og í nótt er greint frá því að lögreglan hafi fengið tilkynningu um grunsamlegar mannaferðir en viðkomandi fannst ekki.
Tilkynnt var um aðila sem var búinn að koma sér fyrir inni í hesthúsi, honum var vísað á brott.
Ökumaður var handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis. Hann var fluttur á lögreglustöð þar sem hjúkrunarfræðingur dró úr honum blóð og hann var laus að því loknu.
Ökumaður var stöðvaður en hann var með um 40 cm af snjó á framrúðunni. Hann reyndist einnig vera með röng skráningarnúmer á bifreiðinni sem og grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann var fluttur á lögreglustöð í hefðbundið ferli.
Bílstjóri var handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna en hann var einnig grunaður um að valda umferðaróhappi. Hann var fluttur á lögreglustöð þar sem hjúkrunarfræðingur dró úr honum blóð. Hann var síðan vistaður í klefa í þágu rannsóknar.
Leigubílstjóri óskaði eftir aðstoð lögreglu vegna farþega sem greiddi ekki fyrir farið. Farþegarnir voru farnir þegar lögregla kom á vettvang.
 
                    
 
     
     
     
     
     
     
     
     
     
     
     
     
     
     
     
     
     
     
    
Komment