Tónlistarmaðurinn Jóhann Dagur Þorleifsson hefur á undanförnum vikum gripið til þess að sýna fólki á bakvið tjöldin þegar kemur að tónlistargerð.
Jóhann hefur birt myndbönd þar sem hann fer í Góða Hirðirinn, velur nokkrar plötur af handahófi og notast við lög af þeim til að búa til nýja tónlist. Jóhann hefur verið þekktur innan hiphop heimsins á Íslandi í meira en tvo áratugi en hann hefur unnið með mönnum á borð við Gísla Pálma, Dabba T, Emmsjé Gauta og Daníel Alvin.
Þá er hann einnig hluti af Money Badger-teyminu en með honum eru þeir Arnar Ólafur Hvanndal og Sigurður Snær Guðmundsson.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa


Komment