1
Peningar

Fræga fólkið sem keypti hlutabréf í Íslandsbanka

2
Fólk

Listamaðurinn Ólafur Elíasson í sambandi með íslenskri fyrirsætu

3
Heimur

Slagsmál brutust út á vinsælli strönd á Tenerife

4
Innlent

Natalia réðst á lögreglumann í Reykjavík

5
Fólk

Hrafninn Dimma gaf Jóhanni Helga gjöf

6
Fólk

Anna hyggur á ný ævintýri á sjónum

7
Peningar

Bandarískt par hélt Excel-skjal um hringferð sína um Ísland

8
Landið

Starfsmaður leikskóla í Vestmannaeyjum sló til barns

9
Pólitík

Þúsund manns hafa sagt sig úr Sósíalistaflokknum

10
Innlent

Hundur í einangrun eftir nauðlendingu

Til baka

Hollenskir njósnarar segja rússneska hakkarar hafa ráðist á lögregluna

Hakkari
HakkariMyndin tengist ekki fréttinni beint.
Mynd: Yuri A/ Shutterstock

Áður óþekktur rússneskur hakkarahópur, sem kallast „Laundry Bear“, stóð að baki netárásum á hollensku lögregluna síðasta haust, að sögn hollenskra öryggis- og leyniþjónusta (AIVD og MIVD) á þriðjudag. Í árásunum var stolið viðkvæmum gögnum tengdum starfi lögreglunnar.

Árásirnar í september voru hluti af víðtækari herferð hópsins gegn vestrænum ríkjum og NATÓ-aðilum.

„Við höfum séð að þessi hópur hefur komist yfir viðkvæmar upplýsingar hjá fjölmörgum stofnunum og fyrirtækjum um allan heim,“ sagði Peter Reesink, yfirmaður MIVD.

Hann bætti við að hópurinn hefði sérstakan áhuga á löndum Evrópusambandsins og NATÓ.

Að sögn yfirvalda í Hollandi hefur hópurinn einnig beint spjótum sínum að hernum, stjórnvöldum og varnarsamningaaðilum, auk upplýsingatæknifyrirtækja í nokkrum löndum. Þeir hafa jafnframt reynt að komast að tækni hjá háþróuðum hollenskum fyrirtækjum, sem Rússland hefur ekki aðgang að vegna vestrænna viðskiptaþvingana.

Rannsóknirnar leiddu í ljós að Laundry Bear væri „mjög líklega hópur studdur af rússneska ríkinu“, að sögn hollenskra öryggisyfirvalda.

Í því skyni að styrkja varnir gegn hópnum birtu hollensku stofnanirnar einnig upplýsingar um tækni sem hakkararnir notuðu við innbrotin.

„Þetta dregur úr líkum Laundry Bear á árangri og hjálpar til við að verja stafræn netkerfi betur,“ sagði Erik Akerboom, forstjóri AIVD.

„Þetta eykur seiglu okkar sem þjóðar,“ bætti hann við.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Komment


Ólafur Þór Ólafsson
Pólitík

Ólafur Þór verður sveitarstjóri

Sr María Guðrún
Innlent

Séra María Guðrún fer í Hofsprestakall

Ólafur og Edda
Fólk

Listamaðurinn Ólafur Elíasson í sambandi með íslenskri fyrirsætu

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra
Pólitík

„Erum herlaust land í lykilstöðu“

Jóhann Helgi og Dimma
Fólk

Hrafninn Dimma gaf Jóhanni Helga gjöf

Sósíalistar
Pólitík

Þúsund manns hafa sagt sig úr Sósíalistaflokknum

Vík í Mýrdal
Peningar

Bandarískt par hélt Excel-skjal um hringferð sína um Ísland

Loka auglýsingu