1
Innlent

Birti mynd af meintri skipulagðri glæpastarfsemi í Grafarvogi

2
Innlent

„Það er eiginlega ljótt af manni að senda svona fallegan mann í fangelsi“

3
Innlent

Morðmáli Margrétar Löf frestað

4
Innlent

Gabríel notaði eiturlyf til að deyfa reiðina

5
Heimur

Síðdegissund getur reynst banvænt á Kanaríeyjum

6
Pólitík

Viktor Orri hæðist að Snorra Mássyni

7
Heimur

Trump undirbýr innrás í Mexíkó

8
Innlent

Lögreglan finnur ekki fólkið sem lýst var eftir

9
Fólk

Glæsilegt Sigvaldahús til sölu

10
Innlent

„Enn einu sinni eru þeir mættir, réttlætisriddarar whataboutismans“

Til baka

Hópuppsögn hjá Icelandair

Um 40 manns látnir taka poka sinn

Icelandair Flugvél flug
Icelandair flugvélUm 40 manns hafa nú misst vinnu sína hjá flugfélaginu
Mynd: Icelandair

Flugfélagið Icelandair hefur ráðist í uppsagnir, og samkvæmt heimildum fréttastofu Vísis var um fjörutíu starfsmönnum sagt upp störfum í morgun. Ekki hefur tekist að ná í upplýsingafulltrúa félagsins vegna málsins, en þar sem fjöldi starfsmanna er yfir tilteknum mörkum telst um hópuppsögn að ræða samkvæmt lögum.

Uppsagnirnar koma í kjölfar þess að Icelandair skilaði sjö milljarða króna hagnaði á þriðja ársfjórðungi, sem er minna en á sama tíma í fyrra þegar hagnaðurinn nam 8,5 milljörðum. Félagið hefur þó varað við lakari afkomu og áætlar nú að reksturinn verði neikvæður á næsta ári, um 1,2 til 2,4 milljarða króna fyrir vexti og skatta.

Icelandair hefur bent á að kostnaður hafi verið meiri en áætlað var, og er félagið nú í miðjum hagræðingaraðgerðum. Bogi Nils Bogason, forstjóri félagsins, sagði nýlega í tilkynningu til Kauphallar að markmiðið væri að snúa rekstrinum ekki seinna en árið 2026.

Sagði Bogi að í því ljósi hefði fyrirtækið aðlagað flugframboðið að aðstæðum og muni fækka flugvélum um tvær og hætta rekstri Boeing 767 breiðþotna í lok árs 2026.

Bogi hefur jafnframt boðað frekari hagræðingu og sagði að komandi kjaraviðræður við flugstéttirnar væru lykilatriði í því að tryggja arðbæran rekstur félagsins til framtíðar.

Uppsagnirnar nú koma tæpum tveimur vikum eftir þessa yfirlýsingu.

Flugfélagið Play, helsti keppinautur Icelandair, varð gjaldþrota í september, og hefur samkeppnisumhverfi á íslenskum flugmarkaði því tekið verulegum breytingum á undanförnum vikum.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Ungur maður verður ákærður fyrir skipuleggja hryðjuverk í Svíþjóð
Heimur

Ungur maður verður ákærður fyrir skipuleggja hryðjuverk í Svíþjóð

Árásin átti að eiga sér stað í Stokkhólmi
Leiðbeinandinn á Múlaborg ákærður
Innlent

Leiðbeinandinn á Múlaborg ákærður

Nína Richter lýsir kynbundnu vinnustaðaeinelti á fjölmiðli
Innlent

Nína Richter lýsir kynbundnu vinnustaðaeinelti á fjölmiðli

Kópavogshöll með flugvélaskúr til sölu
Fólk

Kópavogshöll með flugvélaskúr til sölu

„Ég stend með þolendum kynferðisofbeldis, alltaf“
Innlent

„Ég stend með þolendum kynferðisofbeldis, alltaf“

Öfgamaðurinn Tommy Robinson sýknaður
Heimur

Öfgamaðurinn Tommy Robinson sýknaður

Nýtt frumvarp í Ísrael heimilar dauðarefsingu Palestínumanna
Heimur

Nýtt frumvarp í Ísrael heimilar dauðarefsingu Palestínumanna

Lamdi mann og hótaði honum lífláti
Innlent

Lamdi mann og hótaði honum lífláti

Lögreglumenn óku í tvígang yfir meintan glæpamann
Myndband
Heimur

Lögreglumenn óku í tvígang yfir meintan glæpamann

The Saints of Boogie Street snúa aftur eftir þriggja ára hlé
Menning

The Saints of Boogie Street snúa aftur eftir þriggja ára hlé

Fannar var hræddur við marga á Stuðlum
Innlent

Fannar var hræddur við marga á Stuðlum

Viktor Orri hæðist að Snorra Mássyni
Pólitík

Viktor Orri hæðist að Snorra Mássyni

Harpa Elín Haraldsdóttir látin
Minning

Harpa Elín Haraldsdóttir látin

Innlent

Leiðbeinandinn á Múlaborg ákærður
Innlent

Leiðbeinandinn á Múlaborg ákærður

Líklegt að þinghaldið verði lokað
Fannar var hræddur við marga á Stuðlum
Innlent

Fannar var hræddur við marga á Stuðlum

Nína Richter lýsir kynbundnu vinnustaðaeinelti á fjölmiðli
Innlent

Nína Richter lýsir kynbundnu vinnustaðaeinelti á fjölmiðli

„Ég stend með þolendum kynferðisofbeldis, alltaf“
Innlent

„Ég stend með þolendum kynferðisofbeldis, alltaf“

Lamdi mann og hótaði honum lífláti
Innlent

Lamdi mann og hótaði honum lífláti

Loka auglýsingu