
Ágúst Ólafur Ágústsson, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, mun ekki starfa lengur sem aðstoðarmaður Heiðu Bjargar Hilmisdóttur en Ólafur greinir frá þessu sjálfur á Facebook.
Ágúst mun taka við nýju starfi hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu sem aðstoðarmaður Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra. Er Ágúst því orðinn annar aðstoðarmaður Heiðu sem hættir á þessu ári eftir að hafa starfað í skemur en þrjá mánuði.
Ágúst í bankaráði Seðlabanka Íslands í fjögur ár og gegndi meðal annars formennsku í viðskiptanefnd Alþingis, Evrópunefnd forsætisráðherra og í framkvæmdasjóði aldraða.
„Hann vann sem sérfræðingur á aðalskrifstofu Sameinuðu þjóðanna í New York og hefur að undanförnu stundað doktorsnám í opinberri stjórnsýslu. Samhliða hefur hann kennt við Háskóla Íslands ásamt því að sinna ráðgjafarstörfum meðal annars fyrir Sjúkraliðafélag Íslands, Rannsóknarsetur skapandi greina og Ljósið,“ sagði í tilkynningu borgarinnar þegar hann tók við stöðunni sem aðstoðarmaður Heiðu.
Ágúst er menntaður lögfræðingur, hagfræðingur og stjórnsýslufræðingur og á sæti í stjórn Dýraverndarsambands Íslands og Evrópuhreyfingarinnar.
Komment