
Listamaðurinn, hönnuðurinn og teiknarinn Hugleikur Dagsson hefur verið lokaður út af persónulegum aðgangi sínum hjá samfélagsmiðlarisanum Meta, sem á meðal annars Facebook og Instagram.
Hugleikur greinir frá þessu á Facebook-síðu fyrirtækisins hans, sem samstarfskona hans, Rakel Sævarsdóttir, hefur aðgang að.
Hann lýsir þessu í teikningu sem hann birtir á samfélagsmiðlum.

„Þannig að mér hefur opinberlega verið sparkað út af Meta. Insta og Facebook samtímis. Fyrir teikningar af spítukörlum. Ekki viss um hvert var kornið sem fyllti mælinn, en undanfarið hafa þeir verið að fjarlægja þær sem sýna spítukarla nekt eða andfasísk skilaboð. Þetta er heimurinn sem við lifum í. Svo það sé skýrtt: Mér var ekki aflýst af woke-menningu. Mér var aflýst af fyrirtæki. Ég hef opnað Bluesky-aðgang (Hef heyrt að það sé minna skítlegt en aðrir miðlar). Og ég er ennþá á Patreon, sem er núna eini staðurinn þar sem þið getið séð nýjustu verkin mín á vefnum.“
Komment