1
Landið

„Hrafnarnir flúðu af hólmi en ég sá blóðbletti í snjónum“

2
Innlent

Hafnfirðingur vill skilja við eiginmann sinn

3
Fólk

„Tíminn læknar ekki öll sár en maður lærir að lifa“

4
Heimur

Trump sagður hafa sofnað á vandræðalegu augnabliki

5
Fólk

Selja töfrandi hús með aukaíbúðum

6
Heimur

Bruce spókaði sig í Kalíforníusólinni

7
Innlent

Nær allir vilja að Sigríður Björk víki

8
Fólk

Selja einstakt einbýli á Álftanesi

9
Heimur

Rússneskur læknanemi handtekinn rétt eftir saklausa Google-leit

10
Heimur

Guðmundur myrti konu fyrir glæpagengi

Til baka

Hugur Ívars leitar til Hollywood

Leikarinn Ívar Örn Sverrisson fer með lykilhlutverk í stórri norskri sjónvarpsþáttaseríu sem seld hefur verið til Bandaríkjanna

Ívar Sverrisson
Ívar Örn er spenntur fyrir framtíðinniEr óhræddur fyrir að koma sér á framfæri.
Mynd: Víkingur

Það kannast kannski ekki margir Íslendingar við nafnið Ívar Örn Sverrisson en hann hefur á undanförnum áratug byggt upp orðspor sitt í leiklistarheimi Noregs. Ívar hóf ferilinn snemma á 21. öldinni á Íslandi þar sem hann lék hlutverk í myndum á borð við Dís, Strákarnir Okkar og Reykjavík Whale Watching Massacre.

Hann hefur nú klárað tökur á norskri sjónvarpsþáttaseríu og er um stærsta hlutverk Ívars á ferlinum að ræða. Sjónvarpsþátturinn heitir I kjærlighetens navn á norsku og In the Name of Love á ensku og verður meðal annars sýndur á streymisveitunni PrimeVideo, sem er í eigu Amazon. Serían verður frumsýnd í byrjun september.

Mannlíf ræddi við Ívar um lífið, sjónvarpsþáttinn og framhaldið.

„Ég var búinn að vinna töluvert á Íslandi og byggja upp ferilinn áður en ég flutti til Noregs en það var út af námi fyrrverandi konunnar minnar,“ segir Ívar um ástæðu þess af hverju hann flutti upphaflega til Noregs. „Þetta var bara svona eins og lífið er, allt í einu er maður á leiðinni til útlanda. Mig langaði svo til að halda áfram með það sem ég var byrjaður á og reyndi ná mér í sambönd. Ég þekkti engan þarna úti og kunni ekki tungumálið en lét slag standa og ætlaði mér að komast inn, bora mig inn.“

Ívar Sverrisson
Leikarinn hefur búið erlendis í rúman áratugKunni ekki norsku þegar hann flutti til Noregs.
Mynd: Víkingur

Í seríunni hefur Ívar með að eigin sögn með nokkuð stórt hlutverk. „Persónan er hálfíslensk. Hann heitir Þorvaldur, þannig að ég má hafa smá íslenskan hreim. Þeir eiginlega vildu það.“

Sagan er byggð á lífi leikstjórans Bård Breien og teygir sig yfir þrjá áratugi. Faðir leikstjórans var fyrsti klámkóngur Noregs en heima sat móðir hans, sem var mikill femínisti og fór fyrir femínistahreyfingu í sínum frítíma. Samkvæmt Ívari er Þorvaldur sem er eini karlkyns meðlimurinn í femínistahópnum og verður fljótlega ástfanginn af móðurinni, sem skapar erfiðar aðstæður.

En hver eru langtímamarkmið Ívars?

„Ég er búinn að taka ákvarðanir varðandi framtíðina, ég hef verið að vinna svo breitt. Ég hef verið mikið í sviðsleikhúsi og hef ferðast út um allan heim í því. Þannig að ég hef tekið þann pólinn í hæðina að mig langar að einbeita mér að kvikmyndum og sjónvarpi næstu fimm árin. Markmiðið er að geta tekið verkefni víðar en í Noregi,“ en Ívar talar mörg tungumál reiprennandi.

Ívar Sverrisson
Spenntur fyrir bandaríska markaðinumHjálpar honum að tala mörg tungumál reiprennandi.
Mynd: Víkingur

Leikarinn viðurkennir að hugur hans leiti til Hollywood að einhverju leyti.

„Það sem er svo spennandi er að bandaríski markaðurinn ferðast mikið og taka oft bíómyndirnar í öðrum löndum og ég vil algjörlega vera möguleiki þar,“ segir Ívar um Hollywood möguleika sína. „Ég ætla að vera óhræddur að banka á hurðir í Evrópu, Noregi og á Íslandi. Það er svo gaman að sjá að það eru nokkuð margir íslenskir leikarar sem komast í stórar bíómyndir og sjónvarpsþætti. Mig langar að halda áfram að sýna heiminum fleiri íslenska leikara,“ segir Ívar um kvikmyndabransann.

Hann telur að það muni hjálpa honum að seríunni verði streymt á PrimeVideo.

„Mig langar einmitt að nota tækifærið og vera sýnilegur og athuga hvaða möguleika ég hef. Ég er mjög spenntur fyrir því,“ segir leikarinn glaður í bragði.

Ívar er einnig spenntur fyrir því að koma til Íslands að leika. „Ég er mjög stoltur af þeim verkefnum sem ég hef verið þátttakandi í og langar virkilega að gera meira.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Lögreglan tók „vímaðan“ ökumann sem á að vísa úr landi
Innlent

Lögreglan tók „vímaðan“ ökumann sem á að vísa úr landi

Var sleppt eftir birtingu ákvörðunar um brottvísun.
Selja einstakt einbýli á Álftanesi
Myndir
Fólk

Selja einstakt einbýli á Álftanesi

Hafnfirðingur vill skilja við eiginmann sinn
Innlent

Hafnfirðingur vill skilja við eiginmann sinn

Dæmdur fyrir lögbrot í Kringlunni
Innlent

Dæmdur fyrir lögbrot í Kringlunni

Frábær kjúklingaréttur á stuttum tíma
Menning

Frábær kjúklingaréttur á stuttum tíma

Fullt hús á stórfenglegum tónleikum Elínar Hall
Myndir
Menning

Fullt hús á stórfenglegum tónleikum Elínar Hall

„Tíminn læknar ekki öll sár en maður lærir að lifa“
Viðtal
Fólk

„Tíminn læknar ekki öll sár en maður lærir að lifa“

Bílaþjófur olli usla á Las Palmas
Heimur

Bílaþjófur olli usla á Las Palmas

„Hrafnarnir flúðu af hólmi en ég sá blóðbletti í snjónum“
Myndband
Landið

„Hrafnarnir flúðu af hólmi en ég sá blóðbletti í snjónum“

Rússneskur læknanemi handtekinn rétt eftir saklausa Google-leit
Heimur

Rússneskur læknanemi handtekinn rétt eftir saklausa Google-leit

„Enn er votlendi raskað en nú er mál að linni“
Innlent

„Enn er votlendi raskað en nú er mál að linni“

Trump sagður hafa sofnað á vandræðalegu augnabliki
Myndband
Heimur

Trump sagður hafa sofnað á vandræðalegu augnabliki

Nær allir vilja að Sigríður Björk víki
Innlent

Nær allir vilja að Sigríður Björk víki

Fólk

Selja einstakt einbýli á Álftanesi
Myndir
Fólk

Selja einstakt einbýli á Álftanesi

Rosalega áhugaverð og óvenjuleg hönnun á húsi á Íslandi
„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar“
Fólk

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar“

„Tíminn læknar ekki öll sár en maður lærir að lifa“
Viðtal
Fólk

„Tíminn læknar ekki öll sár en maður lærir að lifa“

„Í björgunarsveitum þrífst alls kyns fólk og við erum öll velkomin“
Fólk

„Í björgunarsveitum þrífst alls kyns fólk og við erum öll velkomin“

Selja töfrandi hús með aukaíbúðum
Myndir
Fólk

Selja töfrandi hús með aukaíbúðum

Íslenskur þingmaður tvífari nýkjörins borgarstjóra New York
Fólk

Íslenskur þingmaður tvífari nýkjörins borgarstjóra New York

Loka auglýsingu