
Mikið gamanog mikið grín
Mynd: RÚV/Skjáskot
Nú er Áramótaskaupi RÚV lokið og var grínast að ýmsu þetta árið.
Meðal annars var gert grín að Bassa Maraj fyrir að kyrkja leigubílstjóra, lélegum launum og réttindum starfsmanna Wolt, sköllóttum karlmönnum á leið til Tyrklands í hárígræðslu og auðvitað var gert grín að mörgum stjórnmálamönnum eins og venjan er.
Handritshöfundar þetta árið voru Anna Svava Knútsdóttir, Björn Bragi Arnarson, Jón Ragnar Jónsson, Karen Björg Eyfjörð, Ólafur Ásgeirsson, Allan Sigurðsson og Hannes Þór Arason. Leikstjórar voru þeir Allan Sigurðsson og Hannes Þór Arason.
En hvað fannst lesendum Mannlífs um skaupið í ár?
Hvernig fannst þér áramótaskaupið?
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment