
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona gagnrýnir harðlega skort á ábyrgð vegna banaslyssins í Reynisfjöru í gær en þá lést ung stúlka eftir að hún sogaðist út á sjó ásamt föður sínum og bróður.
Leikkonan geðþekka, segir í nýlegri Facebook-færslu að hún hefði viljað sjá RÚV kalla einhverja til svara í kvöldfréttum í gær vegna hins hræðilega slyss sem varð í gær í Reynisfjöru þegar lítil stúlka drukknaði. Spyr hún hvers vegna enginn taki ábyrgð á umferð fólks við Reynisfjöru. Að lokum segir hún ábyrgðina liggja hjá okkur öllum.
„Mikið hefði verið tilvalið að kalla til svara í kvöldfréttum, stjórnvöld, lögreglu, almannavarnir, fulltrúa ferðaþjónustunnar og spyrja: Hvernig í veröldinni standi á því að enginn tekur ábyrgð á umferð fólks við Reynisfjöru? Hvers konar gestgjafar eru Íslendingar? Hvað kostar að hafa almennilegt eftirlit þarna og vit fyrir ferðalangöngum. Ábyrgðin er okkar allra.“
Komment