
Illugi Jökulsson skrifar harmþrungna Facebook-færslu nú í bítið þar sem hann skýtur föstum skotum á utanríkisráðherra Íslands, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur.
„Fjórtán manna fjölskylda. Þegar svo margir úr einni fjölskyldu koma saman á Íslandi er vanalega verið að fagna afmæli eða einhverju þvíumlíku.“ Þannig hefst færsla fjölmiðlamannsins Illuga en tilefni hennar kom alls ekki af góðu. Hann heldur áfram:
„Fjórtán manns úr sömu fjölskyldu í Palestínu höfðu hins vegar komið saman í gær til að reyna í sameiningu að leita svolítils skjóls og kannski nætursvefns undan fullkomnustu og dýrustu morðtólum heimsins sem Ísraelsmenn beina gegn þeim með stuðningi Bandaríkjanna og fleiri. Þetta var gamalt fólk, fullorðið, táningar og börn.“
Illugi segir því næst frá hrottalegum örlögum stórfjölskyldunnar og skýtur að lokum á Þorgerði Katrínu.
„Og eldsnemma í morgun, rétt í þann mund að þau opnuðu augun til að horfa einn dag enn fram á sama hryllinginn, þá voru þau öll drepin, öll fjórtán.
Það þarf ekkert að "hugleiða" lengur hvort á til dæmis að styðja stríðsglæpamálssókn Suður-Afríku, Þorgerður Katrín.“
Komment