1
Heimur

Hátt í 100 veiktust af nóró-veiru á jólahlaðborði

2
Menning

Emmsjé Gauti svarar dómi Jónasar Sen

3
Fólk

Eru komnar með nóg af Helga Björns

4
Heimur

Bresk fjölskylda reyndi að koma látinni konu í flug

5
Fólk

Selja einbýli við framkvæmdastjóragötu

6
Heimur

Ungur mótorhjólamaður lést eftir árekstur á Kanarí

7
Heimur

Baba Vanga spáir vitundarvakningu árið 2026

8
Innlent

Ingibjörg hæfari en Eiríkur Elís

9
Innlent

Hlynur nefbraut mann á hárgreiðslustofu

10
Menning

Seiðmagnaðir Jülevenner-tónleikar Emmsjé Gauta

Til baka

Illugi segir ljósmynd Kristrúnar vera „hallærislegan tilbúning“

„Með þann augljósa tilgang að sýna okkur hvað Kristrún er reffileg.“

Kristrún
Kristrún FrostadóttirLjósmyndin sem Illugi talar um
Mynd: Forsætisráðuneytið

Illugi Jökulsson, rithöfundur og fjölmiðlamaður, gagnrýnir harðlega birtingu uppstilltra mynda frá stjórnmálamönnum í fréttamiðlum og segir slíka notkun grafa undan sjálfstæði blaðamanna og trúverðugleika fréttaljósmynda. Tilefnið var mynd af Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra í meintu símtali við Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, sem birt var á Vísi í vikunni.

Illugi segir, í Facebook-hópnum Fjölmiðlanördar, myndina, sem fylgdi opinberri Facebook-færslu forsætisráðherrans, ekki teljast alvöru fréttaljósmynd þar sem hún hafi verið tekin af aðstoðarmanni, ekki sjálfstæðum blaðaljósmyndara.

„Ef þessi mynd væri tekin af alvöru fréttaljósmyndara eins og GVA, þá væri þetta mjög góð mynd sem sýndi dugmikinn forsætisráðherra í axjón,“ skrifar Illugi. „En gallinn er sá að hún var ekki tekin af alvöru fréttaljósmyndara. Hún var tekin af einhverjum aðstoðarmanni og fylgdi opinberri Facebook-færslu.“ Bætir hann við:

„Nú er þetta uppstilltur tilbúningur – meira að segja frekar hallærislegur – með þann augljósa tilgang að sýna okkur hvað Kristrún er reffileg.“

Illugi segir að um leið og slíkt sé upplýst, missi myndin gildi sitt sem fréttaljósmynd. Hann segir furðulegt að fjölmiðill eins og Vísir birti hana sem fréttamynd, jafnvel þótt hún sé merkt forsætisráðuneytinu.

Þá tengir Illugi málið við umræður sem hann hlustaði á í Samstöðinni, þar sem blaðamaðurinn Björn Þorláksson ræddi við ljósmyndarann Gunnar V. Andrésson og Sigmund Erni Rúnarsson um versnandi aðgengi blaðaljósmyndara að stjórnmálamönnum og öðrum opinberum aðilum. Þeir lýstu áhyggjum af því að sjálfstætt, óháð fréttasafn efnis væri á undanhaldi og að fréttamiðlar tækju í staðinn við tilbúnum fréttatilkynningum og stýrðu myndefni frá stjórnvöldum og stofnunum.

„Fréttamiðlar birta nú þegar allt of mikið af fréttatilkynningum sem fréttir,“ skrifar Illugi. „En ég hygg að það sé nýlunda að þeir birti líka svona uppstilltar ‘fréttamyndir’. Ég vona að þeir fari ekki lengra út á þessa braut.“

Hér má lesa færsluna í heild sinni:

Ég var að hlusta á spjall Björns Þorlákssonar við Gunnar V. Andrésson og Sigmund Erni Rúnarsson á Samstöðinni um blaðaljósmyndir fyrr og nú þar sem þeir spjölluðu meðal annars um hvernig alvöru blaðaljósmyndarar (og fréttamenn almennt) hafa nú miklu takmarkaðra og verra aðgengi að stjórnmálamönnum (og embættismönnum allskonar) en áður – sem er mjög til vansa.

En örskömmu síðar sá ég frétt á Vísir um samtal Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra við Ursulu Von der Leyen um tollamál og EES. Fréttina prýðir meðfylgjandi mynd af Kristrúnu og á væntanlega að sýna hana í símanum við Ursulu.

Nú er það svo að ef þessi mynd væri tekin af alvöru fréttaljósmyndara eins og GVA, þá væri þetta mjög góð mynd sem sýndi dugmikinn forsætisráðherra í axjón. En gallinn er sá að þessi mynd var ekki tekin af alvöru fréttaljósmyndara. Hún var tekin af einhverjum aðstoðarmanni Kristrúnar og fylgdi opinberri Facebook-færslu hennar um símtalið við Ursulu. Og strax og við vitum það, þá er þetta ekki lengur góð fréttaljósmynd.

Nú er þetta uppstilltur tilbúningur – meira að segja frekar hallærislegur – með þann augljósa tilgang að sýna okkur hvað Kristrún er reffileg.

Vissulega er Kristrún reffileg. Og kannski var myndin vissulega tekin rétt á meðan á símtalinu stóð og sýnir í alvöru forsætisráðherra tala í símann við Ursulu nú í morgun.

En gallinn er sá að við vitum það ekki. Þar með er myndin sjálfkrafa einskis virði og furðulegt að Vísir birti hana eins og fréttamynd (þótt vissulega sé hún merkt forsætisráðuneytinu).

Og þessi mynd verður einmitt gott dæmi um það sem Björn, GVA og Sigmundur voru að lýsa áhyggjum af, að fréttamenn hefðu ekki lengur sjálfstæðan aðgang að fréttaefninu. Fréttamiðlar birta nú þegar allt of mikið af „fréttatilkynningum“ frá opinberum aðilum sem „fréttir“ en ég hygg að það sé nýlunda að þeir birti líka svona uppstilltar „fréttamyndir“. Ég vona að þeir fari ekki lengra út á þessa braut.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Ökumaður stórslasaði konu við Pizzuna
Innlent

Ökumaður stórslasaði konu við Pizzuna

Konan er sögð hafa dregist tvo metra undir bílnum
„Er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu orðin útibú frá Miðflokknum?“
Innlent

„Er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu orðin útibú frá Miðflokknum?“

Umráðamaður sparkaði ítrekað í hund
Innlent

Umráðamaður sparkaði ítrekað í hund

Lúxus þakíbúð í miðborginni til sölu
Myndir
Fólk

Lúxus þakíbúð í miðborginni til sölu

Búðarþjófur beindi byssu að lögregluþjóni
Myndband
Heimur

Búðarþjófur beindi byssu að lögregluþjóni

Neyðarboð barst frá strætisvagni
Innlent

Neyðarboð barst frá strætisvagni

Girnd á leiðinni undir jólatréð
Viðtal
Menning

Girnd á leiðinni undir jólatréð

Selja einbýli við framkvæmdastjóragötu
Myndir
Fólk

Selja einbýli við framkvæmdastjóragötu

Ingibjörg hæfari en Eiríkur Elís
Innlent

Ingibjörg hæfari en Eiríkur Elís

Ungur mótorhjólamaður lést eftir árekstur á Kanarí
Heimur

Ungur mótorhjólamaður lést eftir árekstur á Kanarí

Hátt í 100 veiktust af nóró-veiru á jólahlaðborði
Heimur

Hátt í 100 veiktust af nóró-veiru á jólahlaðborði

Emmsjé Gauti svarar dómi Jónasar Sen
Menning

Emmsjé Gauti svarar dómi Jónasar Sen

Pólitík

Össur lofar frammistöðu Valkyrjanna í Silfrinu
Pólitík

Össur lofar frammistöðu Valkyrjanna í Silfrinu

Gefur lítið fyrir frammistöðu formanns Sjálfstæðisflokksins
Sanna tilkynnir framboð
Myndband
Pólitík

Sanna tilkynnir framboð

Verkefnastjóri Miðflokksins vill ekki sjá „múslímskt höfuðfat“ á Íslandi
Pólitík

Verkefnastjóri Miðflokksins vill ekki sjá „múslímskt höfuðfat“ á Íslandi

Dóra Björt komin í Samfylkinguna
Pólitík

Dóra Björt komin í Samfylkinguna

„Er ekki kominn tími til að tala um eitthvað annað en útlendinga, t.d. húsnæðismál eða eitthvað?“
Pólitík

„Er ekki kominn tími til að tala um eitthvað annað en útlendinga, t.d. húsnæðismál eða eitthvað?“

„Hvað er eiginlega að þessu andskotans pakki í stjórnarandstöðunni?“
Pólitík

„Hvað er eiginlega að þessu andskotans pakki í stjórnarandstöðunni?“

Loka auglýsingu