1
Minning

Gulli Reynis er fallinn frá

2
Innlent

Tveir handteknir í Kringlunni

3
Innlent

Margrét Löf fór inn bakdyramegin í héraðsdóm

4
Innlent

Einn færasti tónlistarmaður Íslands kominn í starf hjá Þjóðkirkjunni

5
Fólk

Vistlegt raðhús með heitum potti falt

6
Heimur

Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir eldsvoða á Tenerife

7
Pólitík

„Að sjá ekki eftir neinu er afneitun“

8
Fólk

Landsliðsmaður í knattspyrnu selur í Árbænum

9
Heimur

Ferðaðist til Bandaríkjanna með það í huga að láta drepa sig

10
Pólitík

Illugi segir ljósmynd Kristrúnar vera „hallærislegan tilbúning“

Til baka

Illugi segir ljósmynd Kristrúnar vera „hallærislegan tilbúning“

„Með þann augljósa tilgang að sýna okkur hvað Kristrún er reffileg.“

Kristrún
Kristrún FrostadóttirLjósmyndin sem Illugi talar um
Mynd: Forsætisráðuneytið

Illugi Jökulsson, rithöfundur og fjölmiðlamaður, gagnrýnir harðlega birtingu uppstilltra mynda frá stjórnmálamönnum í fréttamiðlum og segir slíka notkun grafa undan sjálfstæði blaðamanna og trúverðugleika fréttaljósmynda. Tilefnið var mynd af Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra í meintu símtali við Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, sem birt var á Vísi í vikunni.

Illugi segir, í Facebook-hópnum Fjölmiðlanördar, myndina, sem fylgdi opinberri Facebook-færslu forsætisráðherrans, ekki teljast alvöru fréttaljósmynd þar sem hún hafi verið tekin af aðstoðarmanni, ekki sjálfstæðum blaðaljósmyndara.

„Ef þessi mynd væri tekin af alvöru fréttaljósmyndara eins og GVA, þá væri þetta mjög góð mynd sem sýndi dugmikinn forsætisráðherra í axjón,“ skrifar Illugi. „En gallinn er sá að hún var ekki tekin af alvöru fréttaljósmyndara. Hún var tekin af einhverjum aðstoðarmanni og fylgdi opinberri Facebook-færslu.“ Bætir hann við:

„Nú er þetta uppstilltur tilbúningur – meira að segja frekar hallærislegur – með þann augljósa tilgang að sýna okkur hvað Kristrún er reffileg.“

Illugi segir að um leið og slíkt sé upplýst, missi myndin gildi sitt sem fréttaljósmynd. Hann segir furðulegt að fjölmiðill eins og Vísir birti hana sem fréttamynd, jafnvel þótt hún sé merkt forsætisráðuneytinu.

Þá tengir Illugi málið við umræður sem hann hlustaði á í Samstöðinni, þar sem blaðamaðurinn Björn Þorláksson ræddi við ljósmyndarann Gunnar V. Andrésson og Sigmund Erni Rúnarsson um versnandi aðgengi blaðaljósmyndara að stjórnmálamönnum og öðrum opinberum aðilum. Þeir lýstu áhyggjum af því að sjálfstætt, óháð fréttasafn efnis væri á undanhaldi og að fréttamiðlar tækju í staðinn við tilbúnum fréttatilkynningum og stýrðu myndefni frá stjórnvöldum og stofnunum.

„Fréttamiðlar birta nú þegar allt of mikið af fréttatilkynningum sem fréttir,“ skrifar Illugi. „En ég hygg að það sé nýlunda að þeir birti líka svona uppstilltar ‘fréttamyndir’. Ég vona að þeir fari ekki lengra út á þessa braut.“

Hér má lesa færsluna í heild sinni:

Ég var að hlusta á spjall Björns Þorlákssonar við Gunnar V. Andrésson og Sigmund Erni Rúnarsson á Samstöðinni um blaðaljósmyndir fyrr og nú þar sem þeir spjölluðu meðal annars um hvernig alvöru blaðaljósmyndarar (og fréttamenn almennt) hafa nú miklu takmarkaðra og verra aðgengi að stjórnmálamönnum (og embættismönnum allskonar) en áður – sem er mjög til vansa.

En örskömmu síðar sá ég frétt á Vísir um samtal Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra við Ursulu Von der Leyen um tollamál og EES. Fréttina prýðir meðfylgjandi mynd af Kristrúnu og á væntanlega að sýna hana í símanum við Ursulu.

Nú er það svo að ef þessi mynd væri tekin af alvöru fréttaljósmyndara eins og GVA, þá væri þetta mjög góð mynd sem sýndi dugmikinn forsætisráðherra í axjón. En gallinn er sá að þessi mynd var ekki tekin af alvöru fréttaljósmyndara. Hún var tekin af einhverjum aðstoðarmanni Kristrúnar og fylgdi opinberri Facebook-færslu hennar um símtalið við Ursulu. Og strax og við vitum það, þá er þetta ekki lengur góð fréttaljósmynd.

Nú er þetta uppstilltur tilbúningur – meira að segja frekar hallærislegur – með þann augljósa tilgang að sýna okkur hvað Kristrún er reffileg.

Vissulega er Kristrún reffileg. Og kannski var myndin vissulega tekin rétt á meðan á símtalinu stóð og sýnir í alvöru forsætisráðherra tala í símann við Ursulu nú í morgun.

En gallinn er sá að við vitum það ekki. Þar með er myndin sjálfkrafa einskis virði og furðulegt að Vísir birti hana eins og fréttamynd (þótt vissulega sé hún merkt forsætisráðuneytinu).

Og þessi mynd verður einmitt gott dæmi um það sem Björn, GVA og Sigmundur voru að lýsa áhyggjum af, að fréttamenn hefðu ekki lengur sjálfstæðan aðgang að fréttaefninu. Fréttamiðlar birta nú þegar allt of mikið af „fréttatilkynningum“ frá opinberum aðilum sem „fréttir“ en ég hygg að það sé nýlunda að þeir birti líka svona uppstilltar „fréttamyndir“. Ég vona að þeir fari ekki lengra út á þessa braut.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Dómur yfir rapparnum Hauki H mildaður talsvert
Innlent

Dómur yfir rapparnum Hauki H mildaður talsvert

Var upphaflega dæmdur í fimm ára fangelsi
Oddviti Samfylkingarinnar býður sig ekki aftur fram
Pólitík

Oddviti Samfylkingarinnar býður sig ekki aftur fram

Tónleikar gegn „einangrunarbúðum“ haldnir á Prikinu
Menning

Tónleikar gegn „einangrunarbúðum“ haldnir á Prikinu

Margrét Löf neitaði að svara spurningum
Innlent

Margrét Löf neitaði að svara spurningum

Stígamót gera þriggja ára samning við yfirvöld
Innlent

Stígamót gera þriggja ára samning við yfirvöld

Segir Andrew hafa fengið vændiskonur í Buckinghamhöll
Heimur

Segir Andrew hafa fengið vændiskonur í Buckinghamhöll

MAST varar við hættulegri þurrmjólk frá Bandaríkjunum
Innlent

MAST varar við hættulegri þurrmjólk frá Bandaríkjunum

Borgin heiðrar minningu látins trans fólks
Innlent

Borgin heiðrar minningu látins trans fólks

Játaði kannabisræktun á Selfossi
Innlent

Játaði kannabisræktun á Selfossi

Landsliðsmaður í knattspyrnu selur í Árbænum
Myndir
Fólk

Landsliðsmaður í knattspyrnu selur í Árbænum

Víkingur Reykjavík íhugar nafnabreytingu
Sport

Víkingur Reykjavík íhugar nafnabreytingu

Rændi spilavíti í Las Vegas með riffli
Myndband
Heimur

Rændi spilavíti í Las Vegas með riffli

Aðskotahlutur fannst í ORA dós
Innlent

Aðskotahlutur fannst í ORA dós

Pólitík

Oddviti Samfylkingarinnar býður sig ekki aftur fram
Pólitík

Oddviti Samfylkingarinnar býður sig ekki aftur fram

Ætlar að einbeita sér að nýrri vinnu
Snorri veður í blaðamann Vísis
Pólitík

Snorri veður í blaðamann Vísis

Illugi segir ljósmynd Kristrúnar vera „hallærislegan tilbúning“
Pólitík

Illugi segir ljósmynd Kristrúnar vera „hallærislegan tilbúning“

„Að sjá ekki eftir neinu er afneitun“
Pólitík

„Að sjá ekki eftir neinu er afneitun“

Miðflokkurinn eini sem tilnefndi ekki talsmann fatlaðs fólks
Pólitík

Miðflokkurinn eini sem tilnefndi ekki talsmann fatlaðs fólks

Ritstjórn Vísis ákvað að skipta út ljósmyndinni af syni Snorra
Pólitík

Ritstjórn Vísis ákvað að skipta út ljósmyndinni af syni Snorra

Loka auglýsingu