1
Heimur

Feðgar fóru í háttinn með kvefeinkenni en létust í svefni

2
Fólk

Svala fór óvænt með ömmu sinni út að borða

3
Pólitík

Birta lista yfir stuðningsmenn Heiðu borgarstjóra

4
Fólk

Sígilt úthverfaeinbýli á sölulista

5
Innlent

Vitgrannur karlmaður lamdi föður sinn ítrekað

6
Pólitík

Pétur sagði sig úr stjórn lóðafélags eftir samtal við blaðamann

7
Heimur

Hvarfið á Hönnu í Svíþjóð rannsakað sem morð

8
Heimur

Nýjar upplýsingar um skotárás ICE-liðans í Minneapolis

9
Menning

Óvíst hvort Gunna Dís muni lýsa Eurovision

10
Heimur

Repúblikanar snúast gegn Trump í hernaðarmálum Venesúela

Til baka

„Við viljum að fólk upplifi Guð í gegnum tónlistina“

Íslenska gospell-bandið GIG sendir frá sér lagið Hinn eini sanni Guð

GIG
Daney HaraldsdóttirDaney þenur raddböndin
Mynd: Aðsend

Gospelhljómsveitin GIG hefur sent frá sér nýtt lag, Hinn eini sanni Guð, sem miðlar trú, von og kærleika Guðs, boðskap sem sveitin segir heiminn þurfa á að halda.

„Draumur GIG hefur alltaf verið skýr: að gefa öðrum það sem þau eiga, trú, von og kærleika Guðs í gegnum tónlist,“ segir í tilkynningu frá sveitinni. Með nýja laginu vilja þau miðla þeirri djúpu tengingu sem þau upplifa sjálf í trúnni.

Rætur í kirkjutónlist og vináttu

GIG var stofnuð árið 2002 þegar vinir og tónlistarfélagar úr kirkjulífi ákváðu að sameina krafta sína til að skapa andlega nærandi tónlist. Í dag mynda Guðni Gunnarsson (trommur), Daney Haraldsdóttir (söngur) og Emil Hreiðar Björnsson (gítar) kjarna sveitarinnar, en þau vinna reglulega með öðrum tónlistarmönnum eftir verkefnum.

Tónlist sem bæn og tenging

Tónlist GIG er fjölbreytt, hún sveiflast á milli mýktar og kraftmikils rokks, en undirliggjandi tilgangurinn er alltaf sá sami: að skapa tengingu við Guð. Fyrir meðlimina er tónlist ekki aðeins listform heldur „bæn og leið til að kalla fram nærveru Guðs, bæði í eigin lífi og annarra.“

Um lagið Hinn eini sanni Guð

Lagið sem nú hefur verið gefið út er alþjóðlegt gospellag sem hefur ferðast víða, en GIG ákvað að fara eigin leið með því að semja íslenskan texta út frá eigin trúarreynslu.

Ferlið við gerð lagsins tók rúmt eitt og hálft ár, frá fyrstu demóupptökum til trommutaka, raddvinnslu, mixunar og masteringar. Útkoman er, að sögn sveitarinnar, lag sem hreyfir við fólki með djúpum andlegum undirtón.

„Við viljum að fólk upplifi Guð í gegnum tónlistina“

„Þetta snýst ekki um okkur heldur um að gefa af okkur,“ segja þau. Sveitin lýsir því að tónlistin gefi þeim nýjan kraft, frið og tilgang og hjálpi þeim að tengjast öðrum á dýpri hátt.

Framtíðardraumurinn er jafn skýr og hann hefur alltaf verið: að snerta hjörtu fólks. „Við viljum að fólk upplifi Guð í gegnum tónlistina. Það er upplifun sem ekkert toppar.“

Ef þau fengju að flytja eitt lag fyrir allan heiminn, væri það Hinn eini sanni Guð. „Ef þú hlustar, þá finnurðu af hverju.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Óvíst hvort Gunna Dís muni lýsa Eurovision
Menning

Óvíst hvort Gunna Dís muni lýsa Eurovision

Hvarfið á Hönnu í Svíþjóð rannsakað sem morð
Heimur

Hvarfið á Hönnu í Svíþjóð rannsakað sem morð

Sígilt úthverfaeinbýli á sölulista
Myndir
Fólk

Sígilt úthverfaeinbýli á sölulista

Trump segist ekki bundinn af alþjóðalögum
Heimur

Trump segist ekki bundinn af alþjóðalögum

Viðkvæmir hvattir til að forðast útiveru í Reykjavík næstu daga
Innlent

Viðkvæmir hvattir til að forðast útiveru í Reykjavík næstu daga

Birta lista yfir stuðningsmenn Heiðu borgarstjóra
Pólitík

Birta lista yfir stuðningsmenn Heiðu borgarstjóra

Efling fordæmir hernaðaraðgerðir Bandaríkjanna í Venesúela
Innlent

Efling fordæmir hernaðaraðgerðir Bandaríkjanna í Venesúela

Nýjar upplýsingar um skotárás ICE-liðans í Minneapolis
Heimur

Nýjar upplýsingar um skotárás ICE-liðans í Minneapolis

Hafnfirðingur ákærður fyrir fíkniefni og fjölda vopna
Innlent

Hafnfirðingur ákærður fyrir fíkniefni og fjölda vopna

Feðgar fóru í háttinn með kvefeinkenni en létust í svefni
Heimur

Feðgar fóru í háttinn með kvefeinkenni en létust í svefni

Vitgrannur karlmaður lamdi föður sinn ítrekað
Innlent

Vitgrannur karlmaður lamdi föður sinn ítrekað

Menning

Óvíst hvort Gunna Dís muni lýsa Eurovision
Menning

Óvíst hvort Gunna Dís muni lýsa Eurovision

Fjölmiðlakonan hefur þótt frábær í því hlutverki
Hvernig fannst þér Áramótaskaupið?
Menning

Hvernig fannst þér Áramótaskaupið?

„Söngvar um svífandi fugla“ fluttir í Hörpu
Menning

„Söngvar um svífandi fugla“ fluttir í Hörpu

Gunnar Gunnarsson á lista Daily Mail við hlið Agöthu Christie og Charles Dickens
Menning

Gunnar Gunnarsson á lista Daily Mail við hlið Agöthu Christie og Charles Dickens

Atli Þór gefur út aðra plötu í skugga heilaæxlis
Myndir
Menning

Atli Þór gefur út aðra plötu í skugga heilaæxlis

Loka auglýsingu