1
Heimur

Karlmaður lést eftir fall af hótelsvölum á Tenerife

2
Mannlífið

Hvers vegna eru börn oft að segja þessa setningu?

3
Peningar

Stefán Einar stofnar nýtt fyrirtæki

4
Menning

Segir Línu langsokk vera orðin að „peningjasjúkum TikTok trúði“

5
Innlent

MAST varar við sósuflöskum sem geta sprungið

6
Innlent

Var sagt frá andláti móður sinnar á jólunum

7
Menning

Hugleikur rekinn af miðlum Meta

8
Heimur

Forsetinn sem konungur drullar yfir mótmælendur

9
Heimur

Áhrifavaldur lést eftir heimafæðingu

10
Heimur

Trump notar F-orðið

Til baka

„Við viljum að fólk upplifi Guð í gegnum tónlistina“

Íslenska gospell-bandið GIG sendir frá sér lagið Hinn eini sanni Guð

GIG
Daney HaraldsdóttirDaney þenur raddböndin
Mynd: Aðsend

Gospelhljómsveitin GIG hefur sent frá sér nýtt lag, Hinn eini sanni Guð, sem miðlar trú, von og kærleika Guðs, boðskap sem sveitin segir heiminn þurfa á að halda.

„Draumur GIG hefur alltaf verið skýr: að gefa öðrum það sem þau eiga, trú, von og kærleika Guðs í gegnum tónlist,“ segir í tilkynningu frá sveitinni. Með nýja laginu vilja þau miðla þeirri djúpu tengingu sem þau upplifa sjálf í trúnni.

Rætur í kirkjutónlist og vináttu

GIG var stofnuð árið 2002 þegar vinir og tónlistarfélagar úr kirkjulífi ákváðu að sameina krafta sína til að skapa andlega nærandi tónlist. Í dag mynda Guðni Gunnarsson (trommur), Daney Haraldsdóttir (söngur) og Emil Hreiðar Björnsson (gítar) kjarna sveitarinnar, en þau vinna reglulega með öðrum tónlistarmönnum eftir verkefnum.

Tónlist sem bæn og tenging

Tónlist GIG er fjölbreytt, hún sveiflast á milli mýktar og kraftmikils rokks, en undirliggjandi tilgangurinn er alltaf sá sami: að skapa tengingu við Guð. Fyrir meðlimina er tónlist ekki aðeins listform heldur „bæn og leið til að kalla fram nærveru Guðs, bæði í eigin lífi og annarra.“

Um lagið Hinn eini sanni Guð

Lagið sem nú hefur verið gefið út er alþjóðlegt gospellag sem hefur ferðast víða, en GIG ákvað að fara eigin leið með því að semja íslenskan texta út frá eigin trúarreynslu.

Ferlið við gerð lagsins tók rúmt eitt og hálft ár, frá fyrstu demóupptökum til trommutaka, raddvinnslu, mixunar og masteringar. Útkoman er, að sögn sveitarinnar, lag sem hreyfir við fólki með djúpum andlegum undirtón.

„Við viljum að fólk upplifi Guð í gegnum tónlistina“

„Þetta snýst ekki um okkur heldur um að gefa af okkur,“ segja þau. Sveitin lýsir því að tónlistin gefi þeim nýjan kraft, frið og tilgang og hjálpi þeim að tengjast öðrum á dýpri hátt.

Framtíðardraumurinn er jafn skýr og hann hefur alltaf verið: að snerta hjörtu fólks. „Við viljum að fólk upplifi Guð í gegnum tónlistina. Það er upplifun sem ekkert toppar.“

Ef þau fengju að flytja eitt lag fyrir allan heiminn, væri það Hinn eini sanni Guð. „Ef þú hlustar, þá finnurðu af hverju.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

„Þetta er tækifæri Íslands til að velja dýravelferð fram yfir gróða“
Innlent

„Þetta er tækifæri Íslands til að velja dýravelferð fram yfir gróða“

Fimm alþjóðleg félagasamtök, ásamt Dýraverndarsambandi Íslands (DÍS) og Samtökum um dýravelferð á Íslandi (SDÍ), afhentu 300.000 undirskriftir til Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra fyrir framan Alþingishúsið í dag, þar sem íslensk stjórnvöld eru eindregið hvött til að banna blóðmerahald.
Áhrifavaldur lést eftir heimafæðingu
Heimur

Áhrifavaldur lést eftir heimafæðingu

Gadzhi frá Dagestan skrifar Kristrúnu eftir brottvísun
Pólitík

Gadzhi frá Dagestan skrifar Kristrúnu eftir brottvísun

Stefán Einar stofnar nýtt fyrirtæki
Peningar

Stefán Einar stofnar nýtt fyrirtæki

Segir Línu langsokk vera orðin að „peningjasjúkum TikTok trúði“
Menning

Segir Línu langsokk vera orðin að „peningjasjúkum TikTok trúði“

Sólveig Anna gagnrýnir málflutning í kjaradeilum
Innlent

Sólveig Anna gagnrýnir málflutning í kjaradeilum

Karlmaður lést eftir fall af hótelsvölum á Tenerife
Heimur

Karlmaður lést eftir fall af hótelsvölum á Tenerife

Andrés prins undir smásjá lögreglu
Heimur

Andrés prins undir smásjá lögreglu

Grunur um salmonellu í íslenskum kjúklingalærum
Innlent

Grunur um salmonellu í íslenskum kjúklingalærum

MAST varar við sósuflöskum sem geta sprungið
Innlent

MAST varar við sósuflöskum sem geta sprungið

Elli og María Birta hafa tekið að sér átta börn á síðustu árum og ættleitt tvö
Fólk

Elli og María Birta hafa tekið að sér átta börn á síðustu árum og ættleitt tvö

Menning

„Við viljum að fólk upplifi Guð í gegnum tónlistina“
Menning

„Við viljum að fólk upplifi Guð í gegnum tónlistina“

Íslenska gospell-bandið GIG sendir frá sér lagið Hinn eini sanni Guð
Vesturport fær lóð frá borginni
Menning

Vesturport fær lóð frá borginni

Segir Línu langsokk vera orðin að „peningjasjúkum TikTok trúði“
Menning

Segir Línu langsokk vera orðin að „peningjasjúkum TikTok trúði“

Hugleikur rekinn af miðlum Meta
Menning

Hugleikur rekinn af miðlum Meta

Húsfyllir í útgáfuhófi Kolbeins
Menning

Húsfyllir í útgáfuhófi Kolbeins

Loka auglýsingu