
Nýlega féll dómur í héraði í máli nautgripabónda vegna alvarlegra brota hans á dýravelferðarlögum en greint er frá þessu í tilkynningu frá MAST
Þar að segja að Matvælastofnun hafi kært hann til lögreglu í apríl 2024. Lögreglustjóri gaf síðan út ákæru í júlí 2025 á hendur bóndanum fyrir stórfellt brot á lögum um velferð dýra með því að hafa um nokkurn tíma á tímabilinu frá árinu 2022 til 9. apríl 2024 á búi sínu misboðið og vanrækt á stórfelldan hátt umönnunarskyldur sínar. Þetta gerði hann með því að láta hjá líða að tryggja nautgripum í hans eigu aðgang að fóðri og vatni, að tryggja að gripirnir fengju læknismeðferð eða væru aflífaðir og yfirgefið þá í bjargarlausu ástandi. Afleiðingarnar urðu þær að 29 gripir drápust auk þess sem aflífa þurfti og slátra 49 gripum til viðbótar.
Bóndinn var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi og jafnframt sviptur heimild til að hafa dýr í umsjá sinni í fimm ár.

Komment