
Hópur ísraelskra varaliða hefur stigið fram og mótmælt áformum stjórnvalda um að ná Gaza-borg á sitt vald. Þeir segjast ekki ætla að mæta til skyldustarfa verði þeir kallaðir út.
Samkvæmt ísraelskum miðlum hafa 365 hermenn hingað til lýst því yfir að þeir muni ekki mæta þegar þeir verða aftur kvaddir til þjónustu.
„Við neitum að taka þátt í ólögmætu stríði Netanyahu og lítum á það sem þjóðræknisskyldu að neita og krefjast ábyrgðar af leiðtogum okkar,“ sagði yfirliðsforinginn Max Kresch á blaðamannafundi í Tel Aviv, samkvæmt The Times of Israel.
Ísrael undirbýr nú umfangsmikla kvaðningu varaliða til að auka aðgerðir á landi í Gaza-borg.
Varaliðar sem hafa talað gegn því að hernaðurinn verði stækkaður vísa til áhyggja af lífi og velferð ísraelskra gísla sem enn eru í haldi á Gaza og skorts á „rökfræði“ á bak við ákvörðunina um að ná Gaza-borg á sitt vald. Margir líta á það sem fyrsta skref í átt að endurreisn varanlegrar hernaðarviðveru Ísraels á öllu Gazasvæðinu.
Komment