
Johnny Depp hefur verið við tökur á nýjustu kvikmynd sinni á Tenerife og notið þess jafnframt að kynnast matarmenningu eyjaklasans. Myndin, sem ber nafnið Day Drinker, er í leikstjórn Marc Webb og með Depp leikur spænska stórstjarnan Penélope Cruz.
Þótt tökuliðið hafi haldið sig til hlés meðan á tökum stóð, vakti Depp sérstaka athygli þegar hann sást snæða á einum af vönduðustu veitingastöðum Santa Cruz: Duke Restaurant.
Depp, þekktur meðal annars fyrir hlutverk sitt sem sjóræninginn Jack Sparrow, kom starfsfólkinu þar á óvart með því að borða sem venjulegur gestur, sem sagt án þess að gera boð á undan sér. Lolo Crusellas, veitingastjórinn á staðnum, birti mynd með leikaranum á samfélagsmiðlum og skrifaði með: „Með hinum frábæra sjóræningja Jack Sparrow. Johnny Depp, frábær leikari og góð manneskja,“ og lýsti þar með hlýlegu andrúmslofti kvöldsins.
Duke Restaurant er hluti af Iberostar Heritage Grand Mencey-hótelinu sem staðsett er við Calle Doctor José Naveiras. Staðurinn þróaðist út frá veitingastaðnum Kiki, sem sérhæfði sig upphaflega í japanskri matargerð, en býður nú upp á blöndu af japönskum réttum og ferskum Miðjarðarhafsréttum.
Canarian-Weekly fjallaði um málið.
Komment