
Mynd: Víkingur
Tveimur erlendum ríkisborgurum, karli og konu, hefur verið vísað brott frá Íslandi samkvæmt ákvörðun Útlendingastofnunar á grundvelli 1., sbr. 2. mgr. 95. gr. laga um útlendinga nr. 80/2016. Þeim var jafnframt bönnuð endurkoma til Íslands í fimm ár. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Samkvæmt lögreglunni er fólkið á fertugs- og fimmtugsaldri, og hafði dvalið á Íslandi um tveggja ára skeið og ítrekað komið við sögu lögreglu. Það var sakfellt í héraðsdómi síðastliðið haust og í byrjun þessa árs fyrir fjölda brota gegn almennum hegningarlögum.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment