
KópavogurMyndin tengist fréttinni ekki beint.
Karlmaður um þrítugt var handtekinn fyrr í vikunni í tengslum við rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á mannsláti í Kópavogi um síðustu helgi, en þá fannst karlmaður um fertugt látinn í heimahúsi í bænum.
Maðurinn sem er í haldi var í fyrradag í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðaður í gæsluvarðhald til nk. þriðjudags, 9. desember.
Ekki er unnt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu að sögn lögreglu.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment