
Alls voru 244.578 einstaklingar skráðir í þjóðkirkjuna þann 1. ágúst síðastliðinn samkvæmt skráningu Þjóðskrár og hefur skráðum einstaklingum í þjóðkirkjuna fækkað um 385 síðan 1. desember 2024. Þetta kemur fram í nýbirtum tölum Þjóðskrá.
Næst fjölmennasta trú- og lífsskoðunarfélag landsins er Kaþólska kirkjan með 15.769 skráða meðlimi og í þriðja sæti yfir fjölmennasta trú- og lífsskoðunarfélag er Fríkirkjan í Reykjavík með 9.960 skráða meðlimi.
Fjölgað mest í Kaþólsku kirkjunni
Frá 1. desember 2024 hefur fjölgun meðlima í trú- og lífsskoðunarfélögum verið mest í Kaþólsku kirkjunni eða um 221 meðlimi samkvæmt Þjóðskrá en mest hlutfallsleg fjölgun var hjá Wat Phra búddistasamtökunum, eða um 25,5%.
Ótilgreint og utan trú- og lífsskoðunarfélaga
Alls voru 30.991 einstaklingar skráðir utan trú- og lífsskoðunarfélaga sem er 0,7% hækkun frá 1. des 2024. Ef að einstaklingur er utan trú- eða lífsskoðunarfélaga þá hefur sá einstaklingur tekið afstöðu til þeirrar skráningar sinnar. Alls voru 92.426 einstaklingar skráðir með ótilgreinda skráningu. Ef að einstaklingur er með ótilgreinda skráningu þá hefur hann ekki tekið afstöðu til skráningar í trú- eða lífsskoðunarfélag.

Komment