
Lee Michael Granier bíður ákæruKennari sjötta bekk stærðfræði
Stærðfræðikennari í Louisiana fylki í Bandaríkjunum var handtekinn í vikunni eftir poki af kókaíni fannst á skólagangi í grunnskólanum sem hann kennir við.
Eftir að pokinn fannst voru myndbönd úr öryggismyndavélum skoðuð og sýndu myndbönd fram á að Lee Michael Granier kennari við skólann missti pokann óvart á gólfið. Hann var í kjölfarið handtekinn og leitaði lögreglan í bíl kennarans og fannst þar meira kókaín.
Granier er kennari við Cypress Grove Montessori skólann þar sem hann kennir sjötta bekk stærðfræði en skólayfirvöld hafa ekki tjáð sig um málið að svo stöddu.
Hann bíður nú ákæru vegna málsins.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Komment