1
Innlent

Gefur í skyn að Inga hafi verið drukkin

2
Fólk

Selja draumaeign við Elliðavatn

3
Pólitík

Menntamálaráðherra verður á sjúkrahúsi næstu daga

4
Heimur

Tilkynnti eigið andlát

5
Pólitík

Segir Samfylkingarfólk hvatt til að níða skóinn af skólameistara

6
Innlent

Maðurinn sem lést á Fjarðarheiði Seyðfirðingur

7
Heimur

Þrettán ára stúlka lést eftir fall í yfirgefnu hóteli á Tenerife

8
Heimur

Segja Rússland hafa sent úkraínsk börn til Norður-Kóreu

9
Innlent

Dagur Þór dæmdur fyrir manndrápstilraun

10
Pólitík

„Skömm íslenskra stjórnvalda, fyrr og nú, er mikil“

Til baka

Kona elt af dróna á leið heim á hjóli

„Hvaða manneskja stendur á bakvið svona hegðun?“

Dróni
FlygildiMyndin tengist ekki fréttinni beint.
Mynd: Shutterstock

Seint á föstudagskvöld í síðustu viku voru Charlotte Vivungi og eiginmaður hennar á leið heim frá Karlstad. Þau losuðu hjólin sín við lestarstöðina í Kil, í Svíþjóð um klukkan ellefu og voru að fara að hjóla heim.

Á meðan hún hjólaði heyrði Charlotte undarlegt hljóð.

„Fyrst hélt ég að einhver föt hefðu festst í teinunum, því þetta var eins og flöktandi hljóð. Ég hugsaði að nú væru buxurnar hjá manninum mínum fastar í hjólinu.“

En þrátt fyrir að hann hafi hjólað frá henni heyrði hún hljóðið alveg jafn hátt.

„Þegar við komum heim hoppa ég af hjólinu og tek strax eftir því að hljóðið er enn til staðar.“

Þegar hún leit upp sá hún dróna sveima yfir höfði sér. Hann var með fjóra spaða og ljós í miðjunni.

Dróninn sveimaði í um tíu metra hæð. Hún lýsir honum sem jafn stórum og mannahönd.

„Við gátum samt alveg séð hann greinilega. Þótt úti væri dimmt sást vel í spaðana.“

Eftir um eina mínútu flaug dróninn burt.

„Í fyrstu ertu mest hissa á að dróni sé yfir höfuð hér. Kil er nú ekki svo stórt.“

Síðan koma spurningarnar.

„Af hverju er hann að gera þetta? Hvað er hann að eltast við? Hver er tilgangurinn með að fylgja einhverjum? Af hverju er hann að fylgja mér? Hvaða manneskja stendur á bakvið svona hegðun?“

Aðspurð hvernig henni hefði liðið með þetta svaraði hún:

„Ég var ekki hrædd um að eitthvað illt myndi koma fyrir mig. Ég held ekki að einhver sprengjudróni hafi verið á ferð hér í litla Kil.“

En henni finnst óþægilegt að dróninn hafi elt hana á hjólinu.

„Og næst gæti það verið unglingsstúlka sem hann velur að fylgja.“

Um helgina kærði hún atvikið til lögreglunnar.

Lars Hedelin, fjölmiðlafulltrúi lögreglunnar, segir við NWT að bannað sé að fljúga drónum þannig að þeir ógni öryggi eða raski friði fólks.

„Þetta verður til þess að athæfið telst áreitni. Ef einhver flýgur dróna fimm metrum yfir þér og fylgir þér, þá er það bæði beint óviðeigandi út frá flugöryggi og augljóslega íþyngjandi,“ segir Hedelin.

Hann hafnar vangaveltum á samfélagsmiðlum um að um lögregludróna hafi verið að ræða.

Eftir að Charlotte skrifaði um atvikið í staðbundnum Facebook-hópi höfðu nokkrir samband við hana og sögðu frá sambærilegri reynslu; að hafa verið elt af dróna í Kil.

„Þetta hefur vakið mikla athygli. Það virðist sem einhver gangi um og fylgist með fólki.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Kýldi mótherja í andlitið í miðjum leik
Heimur

Kýldi mótherja í andlitið í miðjum leik

Málið er í rannsókn skólayfirvalda
Las upp súrsæt skilaboð frá Diane Keaton áður en hún lést
Heimur

Las upp súrsæt skilaboð frá Diane Keaton áður en hún lést

Flutti inn gommu af oxy og sterum
Innlent

Flutti inn gommu af oxy og sterum

Þrettán ára stúlka lést eftir fall í yfirgefnu hóteli á Tenerife
Heimur

Þrettán ára stúlka lést eftir fall í yfirgefnu hóteli á Tenerife

Villi Vill segir Landsréttardómara ómarktækan
Innlent

Villi Vill segir Landsréttardómara ómarktækan

Lúxushús í Kópavogi sett á sölulista
Myndir
Fólk

Lúxushús í Kópavogi sett á sölulista

Ríkisstjórnin metur arðsemi fram yfir umferðaröryggi
Innlent

Ríkisstjórnin metur arðsemi fram yfir umferðaröryggi

Segir Samfylkingarfólk hvatt til að níða skóinn af skólameistara
Pólitík

Segir Samfylkingarfólk hvatt til að níða skóinn af skólameistara

Minningarstund haldin í Seyðisfjarðakirkju í dag
Minning

Minningarstund haldin í Seyðisfjarðakirkju í dag

Höfuð, herðar, hné og tær Sölku Sólar
Menning

Höfuð, herðar, hné og tær Sölku Sólar

Íslenskur karlmaður dæmdur fyrir að sparka í lögreglumann
Innlent

Íslenskur karlmaður dæmdur fyrir að sparka í lögreglumann

45 ára karlmaður faldi hálft kíló af kóki innvortis
Innlent

45 ára karlmaður faldi hálft kíló af kóki innvortis

Heimur

Kýldi mótherja í andlitið í miðjum leik
Heimur

Kýldi mótherja í andlitið í miðjum leik

Málið er í rannsókn skólayfirvalda
Segja Rússland hafa sent úkraínsk börn til Norður-Kóreu
Heimur

Segja Rússland hafa sent úkraínsk börn til Norður-Kóreu

Las upp súrsæt skilaboð frá Diane Keaton áður en hún lést
Heimur

Las upp súrsæt skilaboð frá Diane Keaton áður en hún lést

Kona elt af dróna á leið heim á hjóli
Heimur

Kona elt af dróna á leið heim á hjóli

Þrettán ára stúlka lést eftir fall í yfirgefnu hóteli á Tenerife
Heimur

Þrettán ára stúlka lést eftir fall í yfirgefnu hóteli á Tenerife

Loka auglýsingu