
Konan féll í vinnunniFjórir gistu í klefa lögreglu í nótt.
Mynd: Byggingar.is
Í dagbók lögreglu frá því í gærkvöldi og í nótt er greint frá því að flösku með bensíni hafi verið kastað í hús í Hafnarfirði og kveikt hafi verið í. Um minni háttar skemmdir er að ræða að sögn lögreglu.
Tilkynnt var um vinnuslys á veitingastað í miðbænum. Kona féll og fékk minni háttar áverka á höfði. Hún var flutt á bráðamóttöku til frekari skoðunar.
Nokkuð var um einstaklinga undir áhrifum fíkniefna og áfengis, sumir hverjir voru að aka bílum í slíku ástandi. Einn af þeim ökumönnum var meira að segja grunaður um líkamsárás.
Tilkynnt var um innbrot og þjófnað í verslun í Breiðholti en þjófurinn var farinn þegar lögreglan mætti á svæðið.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment