Í dagbók lögreglunnar frá því í nótt og í gærkvöld er greint frá því að borist hafi tilkynning um heimilisofbeldi. Samkvæmt upplýsingum er kona grunuð um hana og einnig húsbrot og eignaspjöll. Málið er í rannsókn samkvæmt lögreglu.
Þá var karlmaður handtekinn í öðru óskyldu máli grunaður um heimilisofbeldi.
Tilkynnt var um mann með hníf í fjölbýlishúsi. Var viðkomandi einstaklingur handtekinn.
Óskað var aðstoðar í sundlaug vegna manns með ógnandi hegðun. Sá var á leið út þegar lögregla kom.
Lögreglan hafði afskipti af ökumanni vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Sá var einnig með exi og hafnaboltakyflu meðferðis.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa


Komment