Faith Egodotaye hefur verið dæmd í fangelsi af Héraðdómi Reykjaness en dómur þess efnis var birtur fyrir stuttu.
Var hún ákærð fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa sunnudaginn 7. september 2025 staðið að innflutningi á samtals 592,90 grömmum af kókaíni, með styrkleika 78-81%, ætluðu til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni en fíkniefnin flutti ákærða til Íslands sem farþegi með flugi.
Faith játaði brot sitt fyrir dómi en hún hafði ekki áður brotið af sér. „Af fyrirliggjandi gögnum verður ekki ráðið að ákærða hafi verið eigandi nefndra fíkniefna eða tekið þátt 2 í skipulagningu á kaupum og innflutningi þeirra til Íslands með öðrum hætti en þeim að samþykkja að flytja efnin til landsins gegn greiðslu,“ segir í dómnum.
Var hún dæmd í átta mánaða óskilorðsbundið fangelsi og þarf að greiða 1.713.441 krónur í sakarkostnað.

Komment