1
Minning

Magnús Kristinn Eyjólfsson, landsliðsþjálfari í kata, látinn 54 ára að aldri

2
Innlent

„Ég get skellt mér í Kópavogslaug og kallað mig Keikó en það gerir mig ekki að hval”

3
Mannlífið

Opnunarveisla Bryggjuhússins að hefjast

4
Innlent

Stór hluti ákæru felldur niður í máli Shamsudin-bræðra

5
Heimur

Þekktur íssali stunginn til bana fyrir framan bíl sinn

6
Menning

Geggjuð stemmning á Ingólfstorgi í dag

7
Innlent

Aðjúnkt við HÍ segir stjórnvöld sitja aðgerðarlaus frammi fyrir þjóðarmorði

8
Innlent

Tíu ára drengur illa útleikinn: „Dekkið hafði verið losað á hjólinu hans“

9
Innlent

Atli Vikar er fundinn heill á húfi

10
Innlent

Segir lögreglu ætla að kæra: „Veit ekki hvaðan hann hefur þessar upplýsingar“

Til baka

Kristrún gerir ekki það sama og Bjarni Ben

Launahækkanir fyrir æðstu ráðamenn ganga í gegn óskertar.

Kristrún Frostadóttir1
Kristrún FrostadóttirForsætisráðherra grípur ekki inn í launahækkun.
Mynd: AFP

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra mun ekki fara að fordæmi forvera sinna, Bjarna Benediktssonar og Katrínar Jakobsdóttur, og grípa inn í launahækkun æðstu ráðamanna.

Laun ráðherra, þingmanna, forseta Íslands og æðstu embættismanna munu hækka um 5,6% næstu mánaðarmót. Það er mun hærra en kjarasamningsbundnar hækkanir á almennum vinnumarkaði, sem í grunninn eru 3,5%, en þó lægra en þróun launavísitölu, sem hækkað hefur um 8,2% á einu ári.

Í krónutölu talið er hækkunin mun meiri en hjá meðallaunafólki. Með launahækkuninni hækka laun forsætisráðherra 154 þúsund krónur, laun ráðherra um 139 þúsund krónur og forseta Íslands um 250 þúsund krónur.

Hækkunin fylgir útreikningi Hagstofunnar á vísitölu launa ríkisstarfsmanna og kemur inn sjálfvirkt. Síðustu tveir forsætisráðherrar hafa hins vegar gripið inn í hækkunina til að „sýna gott fordæmi“ og vinna gegn aukinni verðbólgu.

Bjarni Benediktsson lagði fram frumvarp síðasta sumar til að setja þak á launahækkanir æðstu ráðamanna, þannig að þær færu ekki yfir 66 þúsund krónur á mánuði.

Rökstuðningur Bjarna í frumvarpinu um inngripið í júní í fyrra var að ráðamenn ættu að sýna gott fordæmi í baráttu gegn verðbólgu: „Þannig verði tryggt að hækkun launa þessara aðila skapi ekki aukinn verðbólguþrýsting. Er þá horft til þess að aðstæður eru þannig að afar brýnt er að þeir sem njóta bestu launakjara hjá ríkinu gangi á undan með góðu fordæmi og axli ábyrgð á að stöðva verðbólguþróun sem gæti orðið mjög skaðleg fyrir samfélagið allt.“

Með ákvörðuninni í fyrra var áætlað að ríkissjóður myndi spara 238 milljónir króna.

Katrín Jakobsdóttir lagði líka fram frumvarp árið áður þar sem launahækkanir voru takmarkaðar við 2,5%.

„Ég skynja þessa gremju og ég hef orðið vitni af þessari umræðu síðan ég steig inn á þing. Ég held að það liggi beinast við að það þurfi að endurskoða þetta fyrirkomulag,“ segir Kristrún Frostadóttir í samtali við Vísi. Þar segir hún að sér hugnist ekki að „handstýra þessum launahækkunum“.

Mannlíf sendi fyrirspurn á aðstoðarmenn forsætisráðherra og félagsmálaráðherra á þriðjudag. Ekki hefur borist svar frá ráðherrunum.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Ísraelsher eykur loftárásir á Gaza-borg
Heimur

Ísraelsher eykur loftárásir á Gaza-borg

Sýnir að Netanyahu hefur engan áhuga á vopnahléi, segir ísraelskur dálkahöfundur
Opnunarveisla Bryggjuhússins að hefjast
Mannlífið

Opnunarveisla Bryggjuhússins að hefjast

Gagnrýnir bæjarstjóra Kópavogs fyrir villandi kynningu á stöðuprófum
Pólitík

Gagnrýnir bæjarstjóra Kópavogs fyrir villandi kynningu á stöðuprófum

Segir lögreglu ætla að kæra: „Veit ekki hvaðan hann hefur þessar upplýsingar“
Innlent

Segir lögreglu ætla að kæra: „Veit ekki hvaðan hann hefur þessar upplýsingar“

Brasílískur áhrifavaldur varð fyrir bíl á þjóðveginum
Heimur

Brasílískur áhrifavaldur varð fyrir bíl á þjóðveginum

Magnús Kristinn Eyjólfsson, landsliðsþjálfari í kata, látinn 54 ára að aldri
Minning

Magnús Kristinn Eyjólfsson, landsliðsþjálfari í kata, látinn 54 ára að aldri

Karl Ágúst birti áratugagamalt ljóð sem smellpassar við nútímann
Menning

Karl Ágúst birti áratugagamalt ljóð sem smellpassar við nútímann

Prís mun ódýrara ári eftir opnun
Peningar

Prís mun ódýrara ári eftir opnun

Aðjúnkt við HÍ segir stjórnvöld sitja aðgerðarlaus frammi fyrir þjóðarmorði
Innlent

Aðjúnkt við HÍ segir stjórnvöld sitja aðgerðarlaus frammi fyrir þjóðarmorði

„Ég get skellt mér í Kópavogslaug og kallað mig Keikó en það gerir mig ekki að hval”
Innlent

„Ég get skellt mér í Kópavogslaug og kallað mig Keikó en það gerir mig ekki að hval”

Atli Vikar er fundinn heill á húfi
Innlent

Atli Vikar er fundinn heill á húfi

Sveitarfélögin á svæðinu leggjast gegn flokkun Hamarsvirkjunar í verndarflokk
Innlent

Sveitarfélögin á svæðinu leggjast gegn flokkun Hamarsvirkjunar í verndarflokk

Tímabundið skjól – einstök sýning í Bíó Paradís á sjálfstæðisdegi Úkraínu
Menning

Tímabundið skjól – einstök sýning í Bíó Paradís á sjálfstæðisdegi Úkraínu

Pólitík

Gagnrýnir bæjarstjóra Kópavogs fyrir villandi kynningu á stöðuprófum
Pólitík

Gagnrýnir bæjarstjóra Kópavogs fyrir villandi kynningu á stöðuprófum

„Þessir flokkar hafa samfleytt ráðið yfir menntamálum síðan 2013, þar til núverandi ríkisstjórn tók við í desember“
Varar þjóðina við: Trump ræður yfir gögnum Íslendinga
Pólitík

Varar þjóðina við: Trump ræður yfir gögnum Íslendinga

Fjármálaráðherra bætir við sig öðrum aðstoðarmanni
Pólitík

Fjármálaráðherra bætir við sig öðrum aðstoðarmanni

Segir Helga Seljan hafa rassskellt Guðlaug Þór
Pólitík

Segir Helga Seljan hafa rassskellt Guðlaug Þór

„Hér hafa orðið mikil tíðindi“
Pólitík

„Hér hafa orðið mikil tíðindi“

Þorgerður Katrín fékk það óþvegið á Instagram
Pólitík

Þorgerður Katrín fékk það óþvegið á Instagram

Loka auglýsingu