1
Innlent

Ólöglegur leigubílstjóri gripinn glóðvolgur

2
Innlent

Stefán telur öruggt að hundsbitum muni fjölga

3
Leiðari

Þjóðarklofningur

4
Sport

Umdeildasta stjarna íslenska knatt­spyrnu­lands­liðsins

5
Heimur

Áhorfendur féllu úr stúku

6
Heimur

Brúður myrt í eigin brúðkaupi í Frakklandi

7
Innlent

Geislavirkir límmiðar í umferð

8
Innlent

Annað innbrot í Laugardalnum

9
Heimur

Trump vill núna MIGA

10
Innlent

20% landsmanna með erlent ríkisfang

Til baka

Ráðherrar stefna í mikla launahækkun eftir stór orð í stjórnarandstöðu

Bjarni Benediktsson greip inn í launahækkanir ráðamanna í fyrra, en nú stefnir í meiri hækkun. Inga Sæland talaði um „blauta tusku í andlit þjóðarinnar“ þegar hækka átti ráðherralaun 2023.

Ríkisstjórn Íslands Inga Sæland
Inga SælandFélagsmálaráðherra fær ríflega launahækkun, en hafði áður lagt fram þingsályktunartillögu gegn sambærilegri hækkun.
Mynd: Golli

Allt stefnir í að laun þingmanna og ráðherra hækka um 5,6% um næstu mánaðarmót, vegna sjálfvirkrar hækkunar í samræmi við launavísitölu ríkisstarfsmanna. Þar með hækka laun ráðherra úr 2.487.072 krónum, fyrir utan starfstengdar greiðslur, í 2.626.348 krónur, eða sem nemur 139.276 króna launahækkun fyrir mánuðinn.

Þingfararkaup, grunnlaun þingmanna, mun á sama tíma hækka um 85 þúsund krónur og fara úr 1.525.841 krónum í ríflega 1.611.288 krónur.

Á sama tíma er hækkun samkvæmt almennum kjarasamningum ríflega 4%. Það gerir 3,5%, eða að lágmarki 23.750 krónur með sérstakri 0,58% hækkun vegna kauptaxtaauka 1. apríl síðastliðinn. Þar sem laun ráðherra eru hlutfallslega mun hærri en miðgildislaun, sem eru 669 þúsund, samkvæmt nýjum tölum í dag, er prósentuhækkun launa þeirra mun hærri krónutala en langflestra annarra.

Lögðu fram ályktun gegn hækkun

Fyrir tveimur árum barðist núverandi félags- og húsnæðismálaráðherra, Inga Sæland, hins vegar gegn launahækkun ráðherra og sagði hana „blauta tusku í andlitið á þjóðinni“. Þáverandi ríkisstjórn og þingmeirihluti brugðust við með því að takmarka launahækkunina við 2,5% í stað þess að hún yrði rúmlega 6% eins og sjálfvirkt var.

Í fyrra ákvað Bjarni Benediktsson, þáverandi forsætisráðherra, síðan að leggja fram frumvarp um að takmarka launahækkun þingmanna, ráðherra og æðstu embættismanna um 66 þúsund krónur á mánuði. Ekki er ljóst hvort Kristrún Frostadóttir muni fylgja fordæmi Bjarna. Mannlíf hefur sent fyrirspurn á forsætisráðherra en ekki fengið svar.

Laun ráðherra, þingmanna og æðstu embættismanna hækka sjálfvirkt í takt við launahækkanir, eftir lagabreytingu 2017 sem kom í kjölfar ákvörðunar kjararáðs um stórfellda hækkun launa sama hóps árið 2017. Með þessum hætti átti að koma í veg fyrir kjaragliðnun í þágu hæst launaða fólks ríkisins.

Bjarni greip inn í til að sýna gott fordæmi

Bjarni lagði fram frumvarp 18. júní í fyrra þar sem launahækkunin var takmörkuð það tiltekna ár. Verðbólgan mældist þá 5,8% og hafði lækkað töluvert frá árinu áður. Inga Sæland og Guðmundur Ingi Kristjánsson sátu hjá í atkvæðagreiðslu um frumvarp Bjarna, en Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir greiddu atkvæði með því.

Rökstuðningur Bjarna fyrir takmörkun launahækkunar var að ráðamenn ættu að sýna gott fordæmi í baráttu gegn verðbólgu, eins og sagði í greinargerð frumvarpsins í fyrra: „Þannig verði tryggt að hækkun launa þessara aðila skapi ekki aukinn verðbólguþrýsting. Er þá horft til þess að aðstæður eru þannig að afar brýnt er að þeir sem njóta bestu launakjara hjá ríkinu gangi á undan með góðu fordæmi og axli ábyrgð á að stöðva verðbólguþróun sem gæti orðið mjög skaðleg fyrir samfélagið allt.“

Með ákvörðuninni var áætlað að ríkissjóður myndi spara 238 milljónir króna.

„Verði frumvarpið að lögum er stuðlað að félagslegri samstöðu og réttlæti sem sjálfvirkar og ríflegar prósentuhækkanir best launuðu hópa hins opinbera myndu ógna,“ sagði enn fremur í rökstuðningi Bjarna Benediktssonar.

Bið á vaxtalækkunum

Stýrivextir Seðlabanka Íslands teljast enn háir, eða 7,5%, og er verðbólga enn vel yfir 2,5% viðmiði bankans, eða 3,8%. Stýrivextir voru lækkaðir um 0,25% í þarsíðustu viku. Afleiðingar hárra stýrivaxta eru að óverðtryggð húsnæðislán landsmanna bera vexti sem fara ekki niður fyrir 8,5%. Við ákvörðunina var boðað að bið gæti orðið á frekari vaxtalækkun.

„Þótt verðbólga hafi hjaðnað og verðbólguvæntingar lækkað síðustu misseri er verðbólguþrýstingur enn til staðar. Þær aðstæður hafa því ekki skapast að hægt sé að slaka á núverandi raunvaxtaaðhaldi peningastefnunnar. Ljóst er að frekari skref til lækkunar vaxta eru háð því að verðbólga færist nær 2½% markmiði bankans,“ sagði í rökstuðningi peningastefnunefndarinnar. Næsta stýrivaxtaákvörðun er 20. ágúst.

Launahækkun áður „blaut tuska“

Inga Sæland og samflokksmenn hennar í Flokki fólksins, börðust gegn sambærilegri launahækkun æðstu ráðamanna sumarið 2023, þá í stjórnarandstöðu, í þeim tilgangi „að fela ríkisstjórninni að vinsamlega stöðva af þessar launahækkanir til æðstu embættismanna meðan ástandið er svona bágt í samfélaginu,“ eins og hún lýsti því.

Í þingsályktunartillögu Ingu, sem nú er félags- og húsnæðismálaráðherra, og félaga hennar í Flokki fólksins, meðal annars Guðmundi Inga Kristjánssyni, núverandi menntamálaráðherra, var lögð til krónutöluhækkun til að koma í veg fyrir að ráðamenn hækkuðu mun meira en aðrir í krónum talið. „Fyrirhuguð launahækkun mun að óbreyttu hækka laun alþingismanna langt umfram þær krónutöluhækkanir sem samið var um í kjarasamningum undanfarinna missera fyrir þorra launamanna,“ sagði í ályktuninni.

„Þetta er blaut tuska í andlitið á þjóðinni“
Inga Sæland

Inga hafði uppi stór orð um launahækkunina þá. „Þetta er blaut tuska í andlitið á þjóðinni á ofboðslega erfiðum tíma þegar þriðjungi þjóðarinnar er að blæða út hérna í áhyggjum og vanlíðan vegna okurvaxta og óðaverðbólgu,“ sagði Inga þá í samtali við RÚV. Verðbólga á þeim tíma mældist 9,5%.

Eftir það lagði Katrín Jakobsdóttir, þáverandi forsætisráðherra, fram frumvarp um að takmarka hækkunina við 2,5%.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, taldi hins vegar þá að ekki ætti að grípa inn í hækkunina, þar sem fyrirkomulagið hefði verið ákveðið með þessum hætti í samráði launþegahreyfingarinnar og annarra aðila vinnumarkaðarins.

Launavísitala hefur síðasta árið hækkað um 8,2%.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Komment


Veðurstofan
Innlent

Litlar breytingar á stöðu veðrakerfa í þessari viku

Íslendinga er farið að þyrsta í bjart og sólríkt og heitt veður en það er ekki í kortunum að þessu sinni
Laugardalur Langholtsvegur 2
Innlent

Annað innbrot í Laugardalnum

Brúður Myrt
Heimur

Brúður myrt í eigin brúðkaupi í Frakklandi

Unglingar Ohio
Myndband
Heimur

Unglingsdrengur skotinn í Ohio

Elísabet Ólafsdóttir Geislavarnir ríkisins
Innlent

Geislavirkir límmiðar í umferð

Albert Guðmundsson
Nærmynd
Sport

Umdeildasta stjarna íslenska knatt­spyrnu­lands­liðsins

Kristrún Frostadóttir
Leiðari

Jón Trausti Reynisson

Þjóðarklofningur

Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu
Innlent

Maðurinn kominn í leitirnar

Stefán Pálsson sagnfræðingur
Innlent

Stefán telur öruggt að hundsbitum muni fjölga

laugavegur fólk reykjavík
Innlent

20% landsmanna með erlent ríkisfang

Pólitík

Jón Pétur Zimsen
Pólitík

Stór orð á Alþingi: „Viðurstyggilegt falsfrumvarp“

Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokks, óttast flótta útgerðarmanna úr greininni.
helgi Magnús
Pólitík

Helgi Magnús mun fá tæpar 200 milljónir

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra
Pólitík

Vilja breyta lögum um tálmun lögreglurannsókna

Víðir Reynisson
Pólitík

Víðir hefur áhyggjur af veiðigjaldinu

Hjálmar Sveinsson Samfylking
Pólitík

„Sósíalistar undir fallegri forystu Sönnu Magdalenu koma sterk inn“

Loka auglýsingu