
Körfuboltamaðurinn Chance Trujillo gæti hafa komið sér í bobba vegna hegðunar sinnar í körfuboltaleik milli háskólaliðanna Utah Tech Trailblazers og Santa Santa Broncos sem fór fram á miðvikudaginn.
Þar kýldi Trujillo, sem leikur með Trailblazers, Allen Graves í andlitið eftir að Graves tróð körfuboltanum glæsilega í körfuna. Graves reyndi að svara kjaftshögginu en liðsfélagi hans steig inn í og stoppaði hann. Báðir leikmenn hlutu tæknivillu fyrir hegðun sína í atvikinu.
Ekki er búið að gefa út refsingu vegna málsins en það er í rannsókn hjá skólanum og er mögulegt að lögreglan kæri Trujillo fyrir líkamsárás.
Skólinn hefur sagt að búið verði að tilkynningu um niðurstöðu rannsóknarinnar fyrir næsta leik liðsins.
Chance Trujillo of Utah Tech punches Allen Graves of Santa Clara after getting dunked on by him🫨
— BetUS College Basketball 🏀 (@BetUS_NCAAHoops) December 4, 2025
Graves need better teammates because how did not 1 of them even get in Trujillo's face⁉️
Team Chemistry -100 pic.twitter.com/Yh0Pk9mcg9

Komment